Í dag var dregið í splunkunýju deildarfyrirkomulagi Meistaradeildarinnar við hátíðlega athöfn í Mónakó. Liðin mæta átta mismunandi andstæðingum, fjórum heima og fjórum úti, í þessu nýja fyrirkomulagi. Öll lið eru í einni 36 liða deild þar sem efstu átta fara beint í 16-liða úrslit og lið 9-24 í umspil um sæti í 16-liða úrslitunum.
Þetta nýja fyrirkomulag var útskýrt í dag á athöfninni og meira að segja sýnd um það stuttmynd, þar sem mörgum stórstjörnum brá fyrir. Pirruðu þær sig á þessu nýja fyrirkomulagi til að byrja með.
Goðsögnin Zlatan Ibrahimovic fór á kostum í myndinni, sem sjá má hér að neðan.
A new era begins.
The best club competition in the world just got better.#UCLdraw || #UCL pic.twitter.com/XWcKlgrpLd
— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) August 29, 2024