fbpx
Föstudagur 30.ágúst 2024
Pressan

Undarleg afgreiðsla máls hjá austurríska hernum – „Á ég að totta þig?“

Pressan
Föstudaginn 30. ágúst 2024 03:45

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undarlegt kynferðisáreitismál í austurríska hernum er komið fram í dagsljósið. Ónafngreind kona, sem gegnir stöðu herforingja er sögð hafa boðið karlkyns hermönnum að veita þeim munnmök og kallað þá óviðeigandi nöfnum.

Die Presse hefur eftir ónafngreindu vitni að konan hafi sagt: „Á ég að totta þig, svo þú verðir áhugasamur?“

Tveimur vikum síðar er hún sögð hafa sagt að „tott og bjór að kvöldi til og þá verður allt gott á nýjan leik“ að sögn vitna.

Konan er einnig sögð hafa kallað hermenn óviðeigandi nöfnum á borð við „Barbie“, „Rambo“, Wackeldackel“, „Hanni“ og Bigmouth. Kronen Zeitung segir að ástæðan fyrir uppnefnum sé að konan hafi ekki getað munað nöfn hermannanna.

Einnig kemur fram að eitt sinn hafi hermennirnir verið að þrífa skotvopn sín og hafi einn þeirra spurt konuna af hverju þeir þyrftu að þrífa þau. Hún er sögð hafa svarað: „Hreingerning gerir þig frjálsan“.  Þetta er tilvísun í slagorð nasista „Arbeit macht frei“ (Vinnan gerir þig frjálsan). Slagorðið var hengt upp á inngangana í útrýmingarbúðir nasista.

Aganefnd hersins rannsakaði mál konunnar og komst að þeirri niðurstöðu að henni skuli ekki refsað. Ástæðan: Hermennirnir tóku ummæli hennar ekki alvarlega.

Konunni hafa verið gefin fyrirmæli um að hætta að uppnefna hermennina og að hún skuli nota rétt nöfn þeirra.

Hún vísar því á bug að hún hafi sagt „Hreingerning gerir þig frjálsan“ og sagði að helmingurinn af fjölskyldu hennar sé frá Póllandi og þvi myndi henni aldrei detta í hug að nota þetta slagorð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjöldaslátrun á villtum afrískum dýrum framundan

Fjöldaslátrun á villtum afrískum dýrum framundan
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta myndir af líkum fórnarlamba fjöldamorðs bandarískra hermanna

Birta myndir af líkum fórnarlamba fjöldamorðs bandarískra hermanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Músaplága á afskekktri eyju – Éta fugla lifandi

Músaplága á afskekktri eyju – Éta fugla lifandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Abernethy perlan seld fyrir 17 milljónir

Abernethy perlan seld fyrir 17 milljónir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Japanskir flugvellir hafa fengið nóg af þessari plágu

Japanskir flugvellir hafa fengið nóg af þessari plágu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Læknir segir að þetta eigi allir að gera í sturtunni til að draga úr stressi

Læknir segir að þetta eigi allir að gera í sturtunni til að draga úr stressi