fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 29. ágúst 2024 17:33

Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður í Reykjavík er ákærður fyrir að hafa nauðgað þremur konum og einni þeirra tvisvar, auk þess að hafa tekið nauðganirnar upp. Hann tók jafnframt myndband og myndir af tveimur kvennanna sofandi. Hann er einnig ákærður fyrir brot gegn fjórðu konunni með því að hafa tekið upp kynmök þeirra án hennar samþykkis og síðan sýnt þriðja aðila myndbandið. 

Vísir greindi frá málinu fyrr í dag.

Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag og verður þinghald í málinu lokað vegna tilitssemi við þolendur. Bótakröfur brotaþola í málinu nema tæplega tuttugu milljónum króna.

Tók kynmök upp og sýndi öðrum

Í ákæru kemur fram að brotin áttu sér stað árin 2020 og 2021. Samkvæmt ákæru braut maðurinn af sér fyrst árið 2020 þegar hann sýndi af sér lostugt athæfi og tók upp myndbönd af sér í kynmökum án vitneskju konunnar. Í kjölfarið sýndi hann þriðja aðila upptökuna.

Fyrsta nauðgunin í júní 2021

Fyrsta nauðgunin sem maðurinn er ákærður fyrir átti sér stað í júní 2021. Mun maðurinn hafa haft samræði við konu og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum vímuefnaástands eða svefndrunga. Tók hann nauðgunina upp. Einnig tók hann annað myndband af konunni þar sem hún lá sofandi á nærbuxunum.

Braut gegn tveimur konum í Hafnarfirði

Önnur nauðgunin sem maðurinn er ákærður fyrir átti sér stað í Hafnarfirði í september 2021. Þar er maðurinn ákærður fyrir samræði við konu og önnur kynferðismök með því að stinga fingrum í leggöng og hafa við hana samræði. Líkt og í fyrra málinu gat konan ekki brugðist við sökum vímuefnaástands eða svefndrunga. Maðurinn tók nauðgunina upp á síma sinn.

Maðurinn mun síðan í lok ársins 2021 hafa tekið tvær nektarmyndir af konunni sem hann braut gegn í september það ár og sýndi önnur myndin kynfæri hennar og hin rass konunnar.

Í október 2021 braut maðurinn gegn þriðju konunni í Hafnarfirði. Samkvæmt ákæru stakk hann fingri í leggöng konunnar og endaþarm auk þess að hafa samræði við hana. Líkt og hinar konunnar var konan ekki í ástandi til að sporna við verknaðinum, og líkt og áður tók maðurinn nauðgunina upp á síma sinn.  Innan við mánuði síðar braut hann aftur gegn konunni með sama hætti.

Í málinu gera konurnar hver fyrir sig kröfu um sex milljónir króna í miskabætur. Konan sem maðurinn tók nektarmyndir af án leyfis hennar gerir kröfu um 600 þúsund krónur í miskabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn
Fréttir
Í gær

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps
Fréttir
Í gær

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“