fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Kona af Reykjanesi fékk 60 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að áreita barn kynferðislega

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 29. ágúst 2024 16:30

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ónafngreind kona hefur verið dæmd í 60 daga skilorðsbundið fangelsi, til tveggja ára, fyrir að blygðunarsemis- og barnaverndarbrot. Var konan sökuð um að hafa í októbermánuði 2022, ítrekað viðhaft kynferðislegt og óviðeigandi orðbragð við ólögráða dreng.

Konan, sem hefur ekki áður gerst sek um refsiverða háttsemi, játaði skýlaust sök sína í málinu en hún sendi skilaboð á borð við: „U just turned me on, I got toys if I need it, You look hot“ í gegnum ótilgreindan samfélagsmiðil til barnsins. Í ákæru málsins var konan sökuð um að hafa sært blygðunarsemi drengsins með lostugu athæfi og voru skilaboðin vanvirðandi, ósiðleg og særandi.

Aldur drengsins kemur ekki fram í ákærunni, en hann er undir lögaldri. Móðir drengsins fór fram á að konunni yrði gert að greiða syni sínum 2 milljónir króna í miskabætur vegna málsins, auk vaxta. Konan samþykkti bótakröfuna en fór fram á fyrir dómi að fjárhæðin yrði lækkuð. Var það ákvörðun dómara að 300 þúsund króna bætur væri hæfilegt.

Refsiramminn í málinu var allt að sex ára fangelsi en eins og áður segir ákvað dómari málsins að 60 daga skilorðsbundið fangelsi væri hæfilegt í ljósi þess að um fyrsta brot konunnar væri að ræða.

Þá þurfti hún að greiða tæpa eina og hálfa milljón í málsvarnarlaun til þriggja lögmanna sem komu að málinu á mismunandi stigum þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Jónas Már úthúðar Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu – Alvöru blaðamenn hljóti að íhuga stöðu sína

Jónas Már úthúðar Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu – Alvöru blaðamenn hljóti að íhuga stöðu sína
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Í gær

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali
Fréttir
Í gær

Sængurkonur fengu bakreikning vegna gagnaleka Sjúkratrygginga Íslands – „Þetta er ömurlegt“

Sængurkonur fengu bakreikning vegna gagnaleka Sjúkratrygginga Íslands – „Þetta er ömurlegt“
Fréttir
Í gær

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Í gær

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu