Kjúklingafestivalið fer fram í tíunda sinn nú um helgina í samstarfi við bæjarhátíðina Í túninu heima, sem haldin er í Mosfellsbæ
Kjúklingafestivalið verður við Íþróttamiðstöðina að Varmá á laugardag frá klukkan 14-16.
Ísfugl og Matfugl bjóða gestum og gangandi upp á fría rétti, einnig mun Wingman, Dirty Bourger and Ribs og Simmi Vill vera á staðnum. Í tilkynningu kemur fram að hægt verður að kaupa þrjá rétti og drykki á mjög góðu verði.
„Simmi Vill mætir með frábæran rétt. Við ætlum að bjóða gestum og gangandi upp á nýjung ársins 2024, sem eru Barion XXL vængir. Um er að ræða geggjaða kalkúna vængi, sem eru bæði stærri og kjötmeiri en hefbundnir kjúklingavængir. Hægt verður að fá HotWings eða BBQ vængi. Þessir vængir eru þróaðir með Ísfugli, al íslensk framleiðsla og komu fyrst í verslanir í maí.“
Hér má sjá myndband frá festivalinu árið 2019.