fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Segir Guðrúnu Hafsteinsdóttur stunda fjármálasukk og kjördæmapot

Eyjan
Fimmtudaginn 29. ágúst 2024 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bygging nýs fangelsis að Litla Hrauni er óverjanlegt fjármálasukk og kjördæmapot hjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra. Miklu hagkvæmara væri að ráðast í stækkun á nýlegu fangelsinu á Hólmsheiði, sem auk þess er mun betur staðsett í nágrenni höfuðborgarinnar en á Eyrarbakka, nær dómstólum, heilbrigðisþjónustu og margvíslegri annarri þjónustu.

Í nýjum Náttfarapistli á Hringbraut fer Ólafur Arnarson hörðum orðum um áform Guðrúnar Hafsteinsdóttur um að byggja nýtt fangelsi að Litla Hrauni, en í vikunni tilkynnti ráðherrann að áætlaður framkvæmdakostnaður hefði hækkað úr sjö milljörðum í 14 milljarða á tæpu ári. Sagði Guðrún að þetta væri ekki mikið samanborið við Þjóðarhöllina er hún var innt eftir því hvað ylli þessari tvöföldun kostnaðar.

„Kjördæmapot af því tagi sem Guðrún Hafsteinsdóttir reynir nú að komast upp með er óþolandi og hefur þegar kostað íslenska þjóð óhemju mikla fjármuni sem eru einfaldlega ekki lengur til. Krafan nú er að hið opinbera framkvæmi á sem hagkvæmastan hátt en ekki í þjónustu við dynti og kjördæmabrask einstakra ráðherra sem koma við í sínum embættum, jafnvel í stuttan tíma, og eru svo horfnir á braut. Ríkissjóður Íslands hefur nú verið rekinn með halla í samfellt sjö ár og verður fyrirsjáanlega rekinn þannig áfram í ár og á næsta ári. Hvort tekst svo að snúa til betri vegar varðandi fjármál ríkisins mun ráðast af því hvernig nýrri ríkisstjórn, sem mynduð verður á nýju ári, tekst til.“

Ólafur gagnrýnir fréttamenn fyrir að hafa ekki gengið á ráðherrann með það hvers vegna það sé svo sjálfsagður hlutur að nýtt fangelsi rísi að Litla Hrauni. Þá segir hann aumt hjá Guðrúnu og henni til lítils sóma að nota samanburð við Þjóðarhöllina, þar sem sú framkvæmd komi fangelsismálum ekkert við, Reykjavíkurborg greiði helminginn af kostnaði við hana og hún þjóni landsliðum Íslands í nokkrum íþróttagreinum ásamt margvíslegu öðru íþróttastarfi.

„Ráðherrann hefði frekar átt að nefna óþörf kaup ríkisins á dýrasta skrifstofuhúsnæði landsins fyrir utanríkisráðuneytið, sem var í prýðilegu húsi á Rauðarárstíg, skrifstofuhöll ríkisbankans á dýrustu lóð landsins eða stórbyggingu Alþingis fyrir kontóra, að ekki sé talað um fjárfestingar-og menningarslysið sem ríkið stendur fyrir á Hótel Sögu. Einnig hefði mátt svipast um í kjördæmi Guðrúnar þar sem verið er að brúa Hornafjarðarfljót. Fram hefur komið að 3 milljarðar króna hefðu verið áætlaðir til verksins í samgönguáætlun en nýjustu tölur herma að framkvæmdin sé komin í 9 milljarða og þeim hvergi nærri lokið. Af nógu er að taka þótt ekki sé gengið svo langt að nefna hvernig samgöngukerfi landsins er að hruni komið á mörgum stöðum vegna óstjórnar síðustu ára.

Ef Guðrún Hafsteinsdóttir heldur að hún muni komast upp með þetta á hún eftir að reka sig óþyrmilega á. Þegar hún hóf ráðherraferil sinn nálgaðist hún verkefni sín af dugnaði og áhuga. Þá lofaði hún góðu sem stjórnmálamaður. Mögulega er hún nú búin að sitja nægilega lengi á ráðherrastóli til að telja sig geta nálgast viðfangsefnin af valdhroka með kjördæmapot að leiðarljósi eins og því miður virðist oft verða raunin með ráðherra.

Oft virðist mottóið hjá þeim sem fara með fjármuni almennings vera: Á þetta, má þetta!“

Náttfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?