Eftir sumarfrí í enska boltanum mætti Pep Guardiola með gjöf fyrir um 70 starfmenn Manchester City sem starfa í kringum aðallið félagsins.
Þessu vildi Guardiola þakka þeim fyrir að aðstoða sig og leikmenn sína að vinna ensku úrvalsdeildina fjórða árið í röð.
Hver einasti starfsmaður fékk gjöf sem var 10 þúsund pund eða rúm 1,7 milljón króna.
Guardiola og leikmenn hans þéna tugir milljóna í hverri viku á meðan almennt starfsfólk þénar bara eðlileg laun á vinnumarkaði.
Með þessu vildi Guardiola sýna þakklæti sitt og reif fram 700 þúsund pund til að gefa fólkinu til baka og þakka fyrir sig.
The Times segir frá en Guardiola gæti hætt sem stjóri City næsta sumar þegar samningur hans er á enda.