Sky News segir að gamli maðurinn hafi vaknað þegar Doyle var kominn inn í húsið og hafi óttast um öryggi sitt. Hann hafi hitt á Doyle á neðri hæðinn og lamið hann í höfuðið með flösku.
Doyle flúði þá af vettvangi en kom skömmu síðar aftur og ógnaði gamla manninum með múrsteini að því er kom fram fyrir dómi í Nottingham í síðustu viku.
Gamli maðurinn sagði honum þá að lögreglan væri á leiðinni og grýtti Doyle þá múrsteininum í gegnum stofugluggann og lagði síðan á flótta.
Lögreglan fann Doyle í nágrenninu og handtók hann.
Hann neitaði að hafa brotist inn og skýrði áverka sína með að hann hefði lent í átökum í nálægum almenningsgarði. En upptaka úr eftirlitsmyndavél og blóð á vettvangi sögðu aðra sögu.
Doyle breytti síðan framburði sínum og játaði innbrot, þjófnað, skemmdarverk og að hafa haft í hótunum við gamla manninn. Hann var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi.