fbpx
Fimmtudagur 29.ágúst 2024
433Sport

Gáttaður Heimir komst að því að bréf hans hafði endað í ruslinu – „Þar kom áhugi þessa auma framkvæmdarstjóra í ljós“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. ágúst 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpsmaðurinn Heimir Karlsson birti áhugaverðan pistil á Facebook-síðu sinni í dag, þar sem hann gagnrýnir Knattspyrnusamband Íslands fyrir að varðveita söguna ekki betur en raun ber vitni.

Heimir segir frá félagi og síðar hefð sem hann og Ögmundur Kristinsson, fyrrverandi markvörður Víkings, komu á laggirnar sem leikmenn í efstu deild hér á landi 1984. Um var að ræða félag leikmann í 1. deild, sem var efsta deild á þeim tíma.

„Tilgangurinn var að standa fyrir uppskeruhátíð í lok hvers tímabils, þar sem velja skyldi leikmann ársins, efnilegasta leikmann ársins og þjálfara ársins. Þarna færu svo fram skemmtiatriði og fleira. Ég fékk til liðs við mig Ögmund Kristinsson, þá markmann okkar Víkinga, til að koma saman bréfi sem við sendum á fyrirliða hinna félaganna í 1.deild. Hugmyndin gekk upp og margar hátíðir voru haldnar eftir þetta, ár frá ári. Auk þess tóku svo aðrar íþróttagreinar svona uppskeruhátið upp. Ég veit satt best að segja ekki hvað varð svo úr þessum félagsskap 1. deildar leikmanna, hvort hann þróaðist í eitthvert annað félag, kannski veit það einhver betur en ég,“ skrifar Heimir meðal annars í pistli sínum.

Heimir afhendi KSÍ síðar bréfið og bauð sambandinu að halda því. Þá átti hann hins vegar eftir að frétta að áhugi framkvæmdastjóra sambandsins á því að varðveita bréfið var lítill sem enginn.

„Aðal tilgangur minn með þessum skrifum hér er að bauna á KSÍ sem virðist lítið annt um knattspyrnusöguna. Bréfið sem ég vitnaði í og er hér að neðan, færði ég á sínum tíma KSÍ, og vildi kanna hvort sambandið vildi eiga þetta inn-rammað upp á vegg svona til gamans. Á að giska svona 10-12 ár síðan. Ég fékk þáverandi framkvæmdastjóra KSÍ, til að hitta mig svo ég mætti sýna honum bréfið, með það fyrir augum að bjóða KSÍ að vernda lítinn bút af knattspyrnusögunni okkar með því að halda utan um þetta. Kannski hefðu einhverjir gaman af þessu og fleiri gætu skoðað þetta upp á vegg í höfuðstöðvum KSI en heima hjá mér! Framkvæmdarstjórinn sýndi þessari hugmynd minni takmarkaðan áhuga og hafði jafnvel engan skilning á málinu en reyndi að láta í gott skína og tók við bréfinu og þakkaði mér fyrir.

Meira heyrði ég ekki af málinu fyrr en nokkuð mörgum árum síðar, þegar yndisleg kona á skrifstofu KSÍ hringir í mig. Hún segist hafa fundið bréfið í rusli, en tiltekt hefði staðið yfir á skrifstofunni og það lent í hrúgu sem til stæði að henda á haugana. Ég var alveg gáttaður. Þar kom áhugi þessa auma framkvæmdarstjóra raunverulega í ljós á sögubútnum. Hann sem sagt tók við bréfinu, en var í raun skítsama um það. Frekar en að afþakka og leyfa mér þá að eiga það áfram. Ég var auðvitað afar þakklátur þessari elskulegu konu sem færði mér bréfið aftur og er það nú í minni vörslu. Kannski er ég að gera of mikið úr þessu og ef til vill er þetta ekki svo merkilegt?“

Heimir býður KSÍ hér með annað tækifæri til að taka við bréfinu á sómasamlegan máta.

„Tilgangurinn með þessari færslu er nr. 1 að bjóða KSÍ bréfið aftur til varðveislu og númer 2. að lýsa yfir þeirri skoðun minni að sérsamböndin þau stærstu mættu vera miklu betri í því að varðveita söguna, ekki bara í máli, heldur myndum líka. Það sama á við mörg stóru íþróttafélögin.

Hér að neðan er færsla Heimis í heild og bréfið sem um ræðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fjögur stór félagaskipti klárast í dag – Ramsdale fer frá Arsenal

Fjögur stór félagaskipti klárast í dag – Ramsdale fer frá Arsenal
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lárus furðar sig á útskýringum landsliðsþjálfarans – „Get ekki betur skilið en að það sé betra fyrir Aron“

Lárus furðar sig á útskýringum landsliðsþjálfarans – „Get ekki betur skilið en að það sé betra fyrir Aron“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Orri Steinn með stórstjörnum á áhugaverðum lista hjá frægu dagblaði

Orri Steinn með stórstjörnum á áhugaverðum lista hjá frægu dagblaði
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hákon Arnar spilar í Meistaradeildinni á þessari leiktíð

Hákon Arnar spilar í Meistaradeildinni á þessari leiktíð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Jói Berg lagði upp mark í grátlegu tapi í Mekka – Myndband

Jói Berg lagði upp mark í grátlegu tapi í Mekka – Myndband
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Áhugaverður U21 landsliðshópur Ólafs Inga – 14 leika erlendis

Áhugaverður U21 landsliðshópur Ólafs Inga – 14 leika erlendis
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bregst við stóru fréttum helgarinnar af Orra – „Þá er það gott fyrir veskið hans en ekki gott fyrir mig“

Bregst við stóru fréttum helgarinnar af Orra – „Þá er það gott fyrir veskið hans en ekki gott fyrir mig“