fbpx
Miðvikudagur 28.ágúst 2024
Fókus

Hefur ekki efni á bensíni eftir mannætuskandalinn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 28. ágúst 2024 13:07

Armie Hammer á Instagram.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Armie Hammer segist ekki hafa efni á bensíni og að hann hafi þurft að selja jeppann sinn eftir að leikaraferill hans fór í vaskinn eftir alræmda mannætuskandalinn.

Fyrrverandi kærustur Hammer, Courtnay Vucekovich og Julia Morrison, stigu fram í heimildarmyndinni House of Hammer þar sem þær afhjúpuðu gróf skilaboð sem leikarinn hafði sent þeim þar sem hann talaði um draumóra sína um bindingar, nauðganir og mannát.

Sjá einnig: Fyrrverandi kærustur Hollywood-stjörnunnar Armie Hammer stíga fram – „Ég er 100% mannæta“

Ferillinn búinn

Ferill Hammer fór í vaskinn í kjölfarið og segir hann sárt að hafa þurft að selja jeppann sinn.

„Síðan ég kom aftur til Los Angeles hef ég þurft að setja 55 til 70 þúsund krónur af bensíni á jeppann minn og ég hef ekki efni á því. Ég hef ekki lengur efni á bensíni,“ sagði hann í myndbandi á Instagram.

Mynd/Getty Images

Sjá einnig: „Hundrað prósent mannætan“ og leikarinn Armie Hammer til rannsóknar lögreglu vegna meintrar nauðgunar

„En veistu hvað? Það er í lagi. Ég er kominn á nýjan bíl, hann er pínkulítill hybrid bíl. Ég þarf örugglega bara að eyða svona 1400 krónum í bensín á mánuði.“

Hammer viðurkenndi að það hafi verið erfitt að selja jeppann. „Ég keypti hann fyrir mig sjálfan sem jólagjöf árið 2017 og ég elskaði þennan bíl alveg svakalega mikið. Ég fór á honum um öll Bandaríkin, í útilegur og svona,“ sagði hann.

Hann rifjaði einnig upp að hafa keyrt nýfædd börnin sín heim af spítalanum í jeppanum.

Hammer á dóttur, níu ára, og son, sjö ára, með fyrrverandi eiginkonu sinni Elizabeth Chambers.

Chambers sótti um skilnað frá honum í júlí árið 2020. Nokkrum mánuðum seinna komu á sjónvarsviðið textaskilaboð sem voru sögð frá leikaranum þar sem hann lýsti hrottalegum fantasíum. Hann var svo síðar sakaður um kynferðisbrot. Hann hefur neitað öllum sökum.

Sjá einnig: Leikarinn rýfur loks þögnina um sturluðu ásakanirnar – „Fólk var að kalla mig mannætu og allir trúðu því?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Atvinnulaus fýlupúki

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem segist vita sannleikann um Amelia Earhart en enginn trúir honum

Maðurinn sem segist vita sannleikann um Amelia Earhart en enginn trúir honum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Illuga er misboðið vegna þróunar Menningarnætur

Illuga er misboðið vegna þróunar Menningarnætur