fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Gunnar Smári og Stefán Einar hnakkrífast: „Hefur þú enga, bara nákvæmlega enga sómakennd?“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. ágúst 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er grunnt á því góða á milli Gunnars Smára Egilssonar, ritstjóra Samstöðvarinnar og stofnanda Sósíalistaflokksins, og Stefáns Einars Stefánssonar, þáttastjórnanda á Morgunblaðinu, eins og áður hefur komið fram.

Þeir hafa nýtt hvert einasta tækifæri til að hnýta í hvern annan og í gærkvöldi birtist Stefán Einar á Facebook-síðu Gunnars Smára þar sem þeir létu skotin ganga á milli.

Forsagan er sú að Gunnar Smári skrifaði færslu á Facebook þar sem hann gagnrýndi sjónvarpsdagskrá RÚV.

„Ég stillti yfir á RÚV og eru þar ekki enn og aftur einhverjir menn að elda. Hvað er með þessa karla, loksins þegar þeir drullast til að sjóða kartöflur er skellt í sjónvarpsþátt. Þá mæli ég heldur með Samstöðinni,“ sagði Gunnar Smári og birti skjáskot af tveimur mönnum við eldamennsku.

Stefán Einar skrifaði eftirfarandi athugasemd við færsluna:

„Þessir tveir eru ekki að drepast úr minnimáttarkennd og leiðindum. Frábær afþreying og einsog Samstöðin, rekin fyrir opinbert fé.“

Þessu svaraði Gunnar Smári svona:

„Morgunblaðið fær fjölmiðlastyrki frá ríkisstjórninni, ekki Samstöðin. Þetta vita allir, og meira að segja þú sem lýgur hér eins og þér er tamt.“

Eftir þetta færðist fjör í leikinn svo um munar.

Svívirðingar ganga á milli Stefáns Einars og Gunnars Smára – „Ekki vera fullur á Facebook“

Stefán Einar: „Rétt er það með fjölmiðlastyrkinn. Það er heiðarlegt. Þér og rassgatinu er haldið uppi með styrkjum til stjórnmálaflokka þótt engum heilvita manni hafi dottið í hug að greiða þér atkvæði. 120 milljónir takk fyrir.“

Gunnar Smári: „Ertu enn fullur á Facebook? Hafa áfengisinnflytjendur ekki heyrt af don’t get high on your own supply? Ef styrkir til stjórnmálaflokka hneyksla þig skaltu segja Valhöll að skila milljörðunum sem Sjálfstæðisflokkurinn skammtaði sjálfum sér. Og sem þeir hafa sóað svo að enginn sér þess nokkur merki. Öfugt við Sósíalista sem hafa ávaxtað sitt pund, margfaldað það sem þeim var treyst fyrir.“

Stefán Einar: „Ógeðslegt að sjá fyrrum formann SÁÁ en núverandi níðing hæðast að fólki vegna meintrar áfengisneyslu. Hefur þú enga, bara nákvæmlega enga sómakennd? Er þér ekkert heilagt nema eigin sitjandi?“

Gunnar Smári: „Æ, hvað þú átt bágt. Ættirðu ekki að stofna samtök fulla karlsins og krefjast þess að hann njóti meiri virðingar í samfélaginu? En ef þú átt í vanda með drykkjuna skaltu leita til ráðgjafa SÁÁ, ekki pexa við gamla formenn á Facebook. Það er ekki bataleið.“

Stefán Einar: „Þarf ekki á slíku að halda en hef alltaf styrkt samtökin og þeirra góða starf. Magnað að þau hafi lifað þig af. Það gerir það nánast enginn, ekki einu sinni prentsmiðjur í fjarlægum löndum. Þú ert sennilega eina gjöreyðingarvopn sem við Íslendingar munum nokkru sinni eignast. Getur gjöreytt peningum annarra í einni svipan. Um það geta margir fyrrum viðhlæjendur þínir vitnað um.“

Gunnar Smári: „Magnað, hvað þú ert illa að þér, og stoltur af því. Wyndeham Press lifir góðu lífi undir stjórn sömu manna, er nú hluti af einni stærstu prentsmiðju Evrópu sem er með 3700 manns í vinnu í sex löndum, veltir um 120 milljörðum króna og skilar miklu hagnaði.“

Stefán Einar: „Þú ert hörundssár eins og þú ert smár. Furðufyrirbæri hefði Jónas sagt. En hann hefði aldrei ort um þig. Alls ekki nógu interesant.“

Gunnar Smári: „Talandi um Jónas, þá skaltu passa þig á stigum í þessu ástandi.“

Stefán Einar: „Fróðir menn segja mér að kergja þín út í lífið og fólk sem vegnar vel megi rekja til þess að þú hafir aldrei drattast til að ljúka neinu almennilegu námi. Væri ekki ráð að nýta eitthvað af ríkisstyrknum til að bæta úr því? Fyrst þú nefnir Jónas gæti það verið íslenskan. Svo held ég að þú gætir orðið fyrirtaks dýralæknir en það er kannski of langt nám fyrir svona gamlan mann.“

Gunnar Smári: „Æ æ, er enginn þarna nærri þér sem finnur til með þér, nóg til að taka af þér lyklaborðið?“

Stefán Einar: „Eða prófskírteinin sem þú hefur hæðst af í gegnum tíðina. Þú ert lægsta kjarrið kæri Gunnar. Fáum þykir vænt um þig en margir kenna í brjósti um þig. Ég fylli þann flokk.“

Gunnar Smári: „ Ég get ekki dvalið hér lengur, ætla að fá mér kvöldgöngu. Vonandi sofnarðu fljótt og finnur einhvern frið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Eldgos hafið á Reykjanesi

Eldgos hafið á Reykjanesi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Stýrivextir lækkaðir um hálfa prósentu

Stýrivextir lækkaðir um hálfa prósentu
Fréttir
Í gær

Sigmundur Davíð ómyrkur í máli: „Enginn ætti að mæta til Íslands til að sækja um hæli“

Sigmundur Davíð ómyrkur í máli: „Enginn ætti að mæta til Íslands til að sækja um hæli“