fbpx
Miðvikudagur 28.ágúst 2024
Fréttir

Segja stöðu Pútíns hafa veikst og að hann hafi verið niðurlægður

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. ágúst 2024 03:21

Pútín var niðurlægður með innrás Úkraínumanna. Mynd:EPA/Sputnik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gerist eitt og annað í stríði Rússlands og Úkraínu. Fyrr í mánuðinum gengu Úkraínumenn nánast inn í Kúrsk-héraðið í Rússlandi og hafa nú náð á annað þúsund ferkílómetrum af héraðinu á sitt vald. Rússnesk yfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi í héraðinu og virðast ekki enn vita hvernig á að bregðast við þessu.

Það að Rússar hafa ekki enn gripið til neinna markverðra aðgerða gegn úkraínska innrásarhernum, er vandamál fyrir Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, og ímynd hans sem hins sterka manns sem verndar Rússar.

„Pútín virðist veikari en áður því enn hefur ekki verið gripið til neinna aðgerða,“ sagði Flemming Splidsboel, sérfræðingur í rússneskum málefnum hjá dönsku hugveitunni Dansk Institut for Internationale Studier í samtali við B.T. og bætti við: „Þetta er öðruvísi en á úkraínsku svæðunum sem Rússar hafa innlimað og kalla þar með rússneskt landsvæði en Úkraínumenn hafa enn yfirráð yfir þessum svæðum. Til dæmis stórborginni Kherson. Innrásin í Kúrsk særir Rússa meira, því þetta er hið raunverulega Rússland. Rússneskt dagblað sagði Kúrsk vera 1.000% rússneskt og að það að eftir 18 daga hafi ekki verið brugðist við, annað en með einhverjum skipulagsbreytingum hjá hernum, er athyglisvert.“

Katazyna Zysk, prófersso við norsku varnarmálarannsóknarstofnunina, IFS, sagði í samtali við Dagbladet að Pútín virðist ekki vera sú leiðtogaímynd sem hann hefur eytt miklum tíma og kröftum í að byggja upp.

Hún vísaði meðal annars til nýlegs fundar Pútíns í Kreml með æðstu yfirmönnum hersins, héraðsstjórum og embættismönnum. Fundinum var sjónvarpað.  „Þarna var hann með hershöfðingjunum sínum og öðrum leiðtogum og virtist Pútín standa mjög veikt að vígi. Hann hefur byggt upp ímynd sína sem sterks þjóðarleiðtoga, mann sem hefur stjórn á hlutunum og getur verið harður í horn að taka. Nú virðist hann ákvarðanafælinn. Hann hefur ógnað Vesturlöndum með kjarnorkuvopnum og reynt að virðast mjög karlmannlegur leiðtogi. Það sem við sjáum núna, er algjör andstæða þeirra ímyndar sem hann hefur byggt um sjálfan sig og er áfall. Það sem við sjáum í Kúrsk er niðurlæging Rússlands sem þjóðar. Þrátt fyrir að enginn segi það upphátt, þá getur Rússland ekki leyft þessu að viðgangast,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Atvinnulaus fýlupúki
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir farir sínar ekki sléttar af 1818 – Fékk rukkun fyrir þjónustuna og aðra fyrir að kvarta yfir að vera rukkuð

Segir farir sínar ekki sléttar af 1818 – Fékk rukkun fyrir þjónustuna og aðra fyrir að kvarta yfir að vera rukkuð
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Eigendur jöklaskoðunarfyrirtækisins fjarlægja upplýsingar um sig – Segjast ekki bera ábyrgð á slysum né dauða

Eigendur jöklaskoðunarfyrirtækisins fjarlægja upplýsingar um sig – Segjast ekki bera ábyrgð á slysum né dauða
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hnífstunguárás á Menningarnótt – Rannsókn miðar vel

Hnífstunguárás á Menningarnótt – Rannsókn miðar vel
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Meintur gerandi á Neskaupstað óreglumaður – Bæjarbúar höfðu áhyggjur af ástandi hans

Meintur gerandi á Neskaupstað óreglumaður – Bæjarbúar höfðu áhyggjur af ástandi hans