fbpx
Þriðjudagur 27.ágúst 2024
Fréttir

Óhugnanlegt myndband af íshellaskoðun um sumar – „Það er augljóst að þetta eru ekki öruggustu staðirnir til að vera á“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 27. ágúst 2024 21:00

Myndbandið sýnir hvernig íshellar eru í júlímánuði. Myndir/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband á TikTok sýnir augljóslega gríðarlega ótraustar aðstæður við íshellaskoðun á sumrin. Trépallar hafa verið settir upp til þess að koma fólki inn í bráðnandi hellinn og beljandi fljót streymir út úr honum.

Erlendur ferðamaður birti myndbandið fyrir um viku síðan á samfélagsmiðlinum en það var tekið upp í júlí mánuði á síðasta ári. Gríðarlega umdeilt er að fara með ferðamenn í íshellaferðir á sumrin og myndbandið sýnir vel hvers vegna svo er. Vatnajökulsþjóðgarður hefur beðið ferðaþjónustufyrirtæki að stöðva íshellaferðir í kjölfar banaslyssins á Breiðamerkurjökli á sunnudag.

Mjóir tréplankar og snæri

Í myndbandinu sést ferðamaðurinn ganga að íshellinum. Búið er að setja upp mjóa tréplanka á milli klakabunka og snæri fest í ísinn með fram plönkunum.

Fyrir neðan er gil og ólgandi straumur úr bráðnandi hellinum og augljóst er að ekki má mikið út af bera til þess að sá sem gengur þar um falli í gilið. Á einum stað þarf að klifra upp þrep sem virðast vera höggvin í ísinn.

Þegar í hellinn sjálfan er komið sést að lekur vatn ofan úr „loftinu“ í stríðum straumum. Loftið er þykkt og ekki myndi þurfa að spyrja að leikslokum ef það myndi hrynja ofan á einhvern.

@joannadominiak4 #iceland #icecave #glaciers #icelandtour #przygoda #🇮🇸 #🧍‍♀️ #spacer #🏔️ ♬ dźwięk oryginalny – Joanna Dominiak

„Það er augljóst að þetta eru ekki öruggustu staðirnir til að vera á,“ segir einn netverji í athugasemdum við færslu ferðamannsins.

Breytast sífellt á sumrin

Íshellar verða til vegna vatnsstreymis til og frá jöklum. Þó að sumir íshellar séu þekktir ferðamannahellar, svo sem hellarnir Kristall og Safír, þá eru þeir hins vegar síbreytilegir vegna bráðnunar.

Oft hafa hellismunnar færst til, jafn vel um hundrað metra á einu sumri. Vatnafarið er það sama en hvelfingin orðin allt önnur og því í raun ekki um sama helli að ræða. Bráðnunin hefur verið mjög hröð á undanförnum árum, bæði vegna hlýnandi loftslags og vegna öskulags úr eldgosum undanfarinna ára sem sést glöggt á myndum.

Oftast nær rennur straumur bráðnandi vatns út úr hellinum. Það er hins vegar ekki alltaf raunin því í sumum tilfellum má finna straum renna inn í jökulinn. Það getur verið stórhættulegt að falla í slíkt fljót því þá er mikil hætta á að viðkomandi renni undir jökulinn og sjáist ekki meir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Reykjavik Bear 2024: Bangsar og bangsavinir halda uppi stuðinu í Reykjavík

Reykjavik Bear 2024: Bangsar og bangsavinir halda uppi stuðinu í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Brynjar fékk boðskort í afmæli: Sendir 10 ára „afmælisbarninu“ ískalda kveðju á Facebook

Brynjar fékk boðskort í afmæli: Sendir 10 ára „afmælisbarninu“ ískalda kveðju á Facebook
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Minningarstund í Norðfjarðarkirkju

Minningarstund í Norðfjarðarkirkju
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Okkar helsti jöklafræðingur gagnrýnir á að boðið sé upp á íshellaskoðanir á sumrin

Okkar helsti jöklafræðingur gagnrýnir á að boðið sé upp á íshellaskoðanir á sumrin
Fréttir
Í gær

Íshellaferðum á Breiðamerkurjökli hætt að svo stöddu

Íshellaferðum á Breiðamerkurjökli hætt að svo stöddu
Fréttir
Í gær

Inga Sæland tjáir sig um stunguárásina á Menningarnótt – „Þetta er sárara en tárum taki“

Inga Sæland tjáir sig um stunguárásina á Menningarnótt – „Þetta er sárara en tárum taki“
Fréttir
Í gær

Árni vildi ekki vera leiðsögumaðurinn sem missti hóp í íshruni – „Ég tjáði mig um þessi öryggismál og var hótað“

Árni vildi ekki vera leiðsögumaðurinn sem missti hóp í íshruni – „Ég tjáði mig um þessi öryggismál og var hótað“
Fréttir
Í gær

Aron með skýr skilaboð til ungra drengja – „Gaur, slepptu því“

Aron með skýr skilaboð til ungra drengja – „Gaur, slepptu því“