Kona á sjötugsaldri missti meðvitund við köfun í hylnum Silfru á fjórða tímanum í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins.
Mbl.is greinir frá þessu.
Konan var dregin upp úr hylnum. Viðbragðsaðilar hlúðu að henni og er hún komin aftur til meðvitundar.
Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglustjóranum á Suðurlandi, greinir frá því að þetta líti betur út en á horfðist í fyrstu. Þyrla fór með konuna til skoðunar og aðhlynningar á sjúkrastofnun.