fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

581 verið vísað frá á landamærum

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 27. ágúst 2024 16:30

Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum hefur það sem af er ári frávísað 581 einstaklingum á ytri og innri landamærum Íslands í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. 

Frávísanir eru framkvæmdar á grundvelli laga um útlendinga en lögregla hefur heimildir til að vísa útlendingum frá landi við komu til landsins m.a. ef þeir uppfylla ekki skilyrði um ferðaheimildir, geta ekki leitt líkum að þeim tilgangi sem gefinn er upp fyrir dvölinni, hafa ekki nægileg fjárráð til dvalar og heimferðar eða slíkt telst nauðsynlegt vegna allsherjarreglu, þjóðaröryggis eða almannaöryggis eins og segir á vef lögreglunnar. 

Fjöldi frávísana á árinu hefur þegar náð þeim fjölda sem frávísað var allt árið 2023, sem voru 439 talsins. Til samanburðar má geta þess að á 13 ára tímabili, frá 2010-2022, voru frávísanir á Keflavíkurflugvelli aðeins 620.

Er aukning frávísana fyrst og fremst afrakstur áherslubreytinga hjá embættinu, auknu landamæraeftirlit skv. lögum um útlendinga og lögum um landamæri nr. 136/2022, meiri gæðum landamæraeftirlits, bættrar þekkingar og eflingu eftirlits á innri landamærum Schengen.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!