fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Eigendur jöklaskoðunarfyrirtækisins fjarlægja upplýsingar um sig – Segjast ekki bera ábyrgð á slysum né dauða

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. ágúst 2024 15:59

Úr markaðsefni Ice Pics Journeys. Mynd/vefsíða IPJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í skugga banaslyss í íshellaskoðun í Breiðamerkurjökli og fordæmalauss klúður varðandi utanumhald um fjölda viðskiptavina í umræddri ferð hafa forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækisins Ice Pic Journeys fjarlægt allar upplýsingar um sig af heimasíðu fyrirtækisins. Þá hafa ítarlegir skilmálar, sem ferðalangar þurfa að skrifa undir fyrir ferðir á vegum fyrirtækisins, vakið athygli en þeir ganga nokkuð lengra en skilmálar annarra sambærilegra fyrirtækja. Þannig segist fyrirtækið bera enga ábyrgð á slysum, eða jafnvel dauða, viðskiptavina sinna.

Leitað að fólki sem var ekki til

Segja má að landsmenn hafi fylgst agndofa með fréttum af slysi í íshellaskoðunarferð í Breiðamerkurjökli um helgina og umfangsmikilli leit sem hófst í kjölfarið. Nokkru eftir fyrstu fréttir var greint frá því að einn ferðamaður væri látinn og annar slasaður illa en síðar kom í ljós að um bandarískt par væri að ræða. Þá stóð yfir afar flókin aðgerð á jöklinum þar sem 200 manns, er mest var, freistuðu þess að finna tvo aðra ferðamenn sem saknað var af 25 manna hópi. Leitin stóð yfir í rúman sólarhring en svo kom í ljós að illa hafði verið haldið utan um skráningu í ferðina og aðeins hefðu 23 einstaklingar mætt í túrinn. Leitin hafði því staðið yfir að fólki sem ekki var til.

Sjá einnig: Fyrirtækið sem sá um jöklaferðina í eigu bandarískra frumkvöðla – Talið hafa sýnt vítavert kæruleysi – „Þjóðin milli vonar og ótta vegna þessa atburðar“

Fjarlægðu allar upplýsingar

Bandaríkjamennirnir Mike Reid og Ryan Newburn eru stofnendur fyrirtækisins. Þeir eru þaulreyndir í ferðabransanum og jöklaleiðsögn en þeir eru í raun frumkvöðlar í því að bjóða upp á íshellaferðir  allan ársins hring í Vatnajökulsþjóðgarði. Í gær gátu netverjar kynnt sér sögu fyrirtækisins og upplýsingar um eigendur þess í nokkuð löngu og ítarlegu máli en þær upplýsingar hafa nú verið fjarlægðar af vefsíðu fyrirtækisins.

Þar má þó enn finna dæmi um yfirlýsingu sem allir viðskiptavinir fyrirtækisins þurfa að skrifa undir áður en lagt er af stað á jökulinn. Hafa skilmálarnir vakið nokkra athygli en þar kemur fram að fyrirtækið beri enga ábyrgð ef að slys, eða jafnvel dauðsfall, eigi sér stað.

Meðfylgjandi ákvæði hefur vakið athygli

Á vefsafn.is má þó enn finna allar upplýsingar um stofnendur og eigendur Ice Pic Journeys.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Ryan Newburn (@thestrawhatbackpacker)

Skilmálar haldi ekki vatni ef sök sannast

Það gildi um öll tilvik, líka þegar að starfsmenn fyrirtækisins valda í raun slysinu. Til samanburðar eru þau samkeppnisfyrirtæki sem DV skoðaði með ákvæði um að þau beri ekki ábyrgð ef að ferðalangarnir sjálfir bera ábyrgð á slysinu með einhvers konar gáleysi eða vítaverðri hegðun en ef starfsmenn þess valdi slysum beri þau ábyrgð í samræmi við íslensk lög. Í umfjöllun Vísis um ábyrgðaskilmálana var haft eftir sérfræðingi að ólíklegt væri að áðurnefnd ábyrgðaryfirlýsing Ice Pics Journeys myndi halda fyrir dómi. „Almennt get ég sagt að ef sök er sönnuð þá firra almennir ábyrgðarleysisfyrirvarar menn ekki ábyrgð,“ var haft eftir Óðni Elíassyni, hæstaréttarlögmanni í áðurnefndri umfjöllun.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt