fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Pressan

Góð ástæða fyrir því að starfsfólk Nvidia vill ekki hætta þó sumir vinni alla daga vikunnar og jafnvel fram á nótt

Pressan
Laugardaginn 31. ágúst 2024 19:00

Jensen Huang hefur leitt Nvidia á lygilegu ferðalagi fyrirtækisins á síðustu árum. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjá bandaríska fyrirtækinu Nvidia er hart lagt býsna hart að starfsfólki að skila góðri vinnu. Sumir geta vænst þess að þurfa að vera í vinnunni alla daga vikunnar fram á kvöld, og jafnvel fram á nótt.

Nvidia, sem framleiðir örflögur, varð í sumar verðmætasta fyrirtæki heims og hefur uppgangur fyrirtækisins á síðustu árum verið lygilegur. Örflögur fyrirtækisins nýtast í ýmislegt en það sem hefur keyrt þessa velgengi áfram er ör þróun á sviði gervigreindar.

Bloomberg birti í gær athyglisverða fréttaskýringu á vinnuumhverfinu innan veggja fyrirtækisins. Margir vinna langa vinnudaga og eru undir miklu álagi en þrátt fyrir það er starfsmannaveltan töluvert minni en gengur og gerist í heimi tæknifyrirtækja. Hún er um 2,7% hjá Nvidia en allt að 18 prósent hjá öðrum fyrirtækjum í svipuðum geira.

„Gylltu handjárnin“

Í umfjöllun Bloomberg var rætt við núverandi og fyrrverandi starfsmenn sem vörpuðu ljósi á vinnuandann í fyrirtækinu og hvað það er sem heldur í fólk.

Einn fyrrverandi starfsmaður í markaðsdeild Nvidia lýsti því í samtali við Bloomberg að hún hefði stundum þurft að mæta á tíu fundi á hverjum degi þar sem voru samankomnir 30 starfsmenn. Á þessum fundum hefði gjarnan hart verið tekist á og mikið rifist en í lok dags séu það hin „gylltu handjárn“ sem haldi fólki í starfi.

Nvidia hefur nefnilega haft þann háttinn á að bjóða starfsmönnum kauprétt af hlutabréfum þar sem kveðið er á um að þeir geti ekki innleyst hagnaðinn fyrr en eftir fjögur ár hjá fyrirtækinu að jafnaði.

Milljónamæringar eftir nokkurra ára starf

Frá árinu 2019 hefur hlutabréfaverð í Nvidia hækkað um 3.766% sem þýðir að þeir sem hafa unnið hjá fyrirtækinu í 4-5 ár eru líklega milljónamæringar í dag. Starfsmenn eru því margir hverjir tilbúnir að leggja ýmislegt á sig til að fá eignast feitan bankareikning fyrir nokkur ár hjá Nvidia.

Fyrrverandi verkfræðingur hjá Nvidia segir við Bloomberg að þeir sem hafa starfað hjá fyrirtækinu í tíu ár eða meira eigi líklega flestir meira en nóg í dag til að geta sest í helgan stein. Margir freistist þó til að taka nokkur ár í viðbót enda til mjög mikils að vinna.

Verkfræðingurinn fyrrverandi segist reglulega hafa heyrt í fólki á kaffistofum fyrirtækisins sem montaði sig af því að hafa keypt sér lúxusvillur til að gera sumarleyfin skemmtilegri. Þá hafi margir starfsmenn keypt sér rándýra miða á SuperBowl eða á úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Þá bendir hann á að það sé gaman að kíkja á bílastæðið fyrir utan höfuðstöðvar fyrirtækisins þar sem sjá glæsikerrur eins og PorscheCorvette og Lamborghini.

New York Post segir frá því að stofnandi NvidiaJensen Huang, hafi eitt sinn komið fram í viðtali við fréttaskýringaþáttinn 60 Minutes þar sem hann ræddi meðal annars um starfsmannamál fyrirtækisins. Sagðist hann leggja mjög hart að starfsfólki sínu. „Ef þú vilt gera ótrúlega hluti þá á það ekki að vera einfalt,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þénar 1,2 milljónir á viku í starfi sem fáir vilja sinna

Þénar 1,2 milljónir á viku í starfi sem fáir vilja sinna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tölvuþrjótar réðust á Toyota – Upplýsingarnar liggja ókeypis á Internetinu

Tölvuþrjótar réðust á Toyota – Upplýsingarnar liggja ókeypis á Internetinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur með stór brjóst upplifa meiri árásargirni frá öðrum konum

Konur með stór brjóst upplifa meiri árásargirni frá öðrum konum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nú er hægt að eignast leikmuni úr Friends

Nú er hægt að eignast leikmuni úr Friends
Pressan
Fyrir 4 dögum

Seldu fyrir mistök miða á fyrsta farrými á spottprís

Seldu fyrir mistök miða á fyrsta farrými á spottprís
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist vita hvar flug MH370 er „falið“

Segist vita hvar flug MH370 er „falið“