fbpx
Þriðjudagur 27.ágúst 2024
Eyjan

Dagur furðar sig á vinnubrögðunum í Hádegismóum- „Óskaplega líður blaðinu illa“

Eyjan
Þriðjudaginn 27. ágúst 2024 10:11

Dagur hefur ekki mikið álit á Morgunblaðinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, hefur átt í útistöðum við Morgunblaðið um nokkurt skeið og hann er allt annað en sáttur við vinnubrögð blaðsins eins og kemur fram í pistli hans á Facebook í morgun. Morgunblaðið hefur verið í fararbroddi í umfjöllun um uppsafnaða orlofsgreiðslu til Dags, sem nam tæplega 10 milljónum króna, þegar hann lét af störfum sem borgarstjóri fyrr á árinu. Telur Dagur að blaðið hafi farið offari í umfjölluninni og hafi virt að vettugi móttrök, til að mynda þá staðreynd að aðrir bæjarstjórar í nágrannasveitarfélögum hafi fengið sambærilegt uppgjör. Í Staksteinum blaðins í dag var þó bent á að búið væri að taka fyrir slíkt í hinum bæjarfélögunum og í raun Reykjavík líka,  „bara ekki fyrr en eft­ir að Dag­ur hafði fengið þetta smá­ræði,“ skrifaði Davíð Oddsson, nafnlaus höfundur Staksteina. Þá var því einnig velt upp hvort gjörningurinn væri í raun löglegur.

Við þetta er Dagur allt annað en sáttur.

„Morgunblaðið er staðráðnara en nokkru sinni fyrr í að verða að athlægi og verður hlægilegra og hlægilegra með hverjum deginum. Í staðinn fyrir að leiðrétta (vísvitandi?) rangar fréttir sínar um orlofsmál í samræmi við hefðbundin vinnubrögð í blaðamennsku og siðareglur Blaðamannafélagsins nær hallærisgangurinn nýjum hæðum í blaði dagsins,“ skrifar Dagur.

„Óskaplega líður blaðinu illa“

Eins og áður segir hefur borgarstjórinn fyrrverandi verið sérstaklega ósáttur við nafnlaus skrif Davíðs Oddssonar, ritstjóra blaðsins. Fyrir tæpri viku síðan sagði Dagur að leiðari blaðsins væri einhver sá vanstilltasti og orðljótasti sem hann hafði lesið og í dag sakar hann blaðið um að hafa nappað mynd af sér í leyfisleysi og birta sér til háðungar.

„Mogginn tekur mynd sem ég birti á facebook um helgina – sjáfum mér og vinum mínum til skemmtunar – þar sem ég var að borða epli, eldrauður í framan, nýkominn í mark eftir Reykjavíkurmaraþonið. Ég notaði þau orð að fólk þyrfti að passa sig á að borða ekki epli á myndum og líkti sjálfum mér við teiknimyndahetjuna Shrek. Mogginn tók þessa mynd ófrjálsri hendi, klippti vini mína út af henni og birtir hana án skýringa í dag með Staksteinum! Það á væntanlega að vera mér til háðungar. Óskaplega líður blaðinu illa. Er enginn fullorðinn með fullu viti sem vinnur þarna?“ spyr Dagur.
Umrædd mynd og útklipping Morgunblaðsins

Veltir Dagur því upp hvort að ekki væri réttast að Morgunblaðið myndi greiða myndasmiðinum fyrir birtinguna og gæti sú upphæð runnið í gott málefni.

„Þetta er því miður eitt af mörgu sem undirstrikar það niðurlægingarskeið sem þetta gamla blað er að ganga í gegnum. Ónefnin og lágkúran í leiðurum er annar kapituli. En svo hugsað sé í lausnum: Kannski á myndasmiðurinn að fá greitt fyrir þessa myndbirtingu? Veit einhver um það? Væri alla vega sniðugt ef sú greiðsla gæti runnið til Unicef og í neyðarsöfnun vegna barnanna á Gaza en ég hljóp til styrktar þeim á laugardaginn. Aðstandendum Morgunblaðsins sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur,“ skrifar Dagur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Allir eru ómissandi

Steinunn Ólína skrifar: Allir eru ómissandi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Formaður Neytendasamtakanna: Háir stýrivextir virka ekki – fjármagnseigendur maka krókinn og almúginn hrekkst í verðtryggð lán

Formaður Neytendasamtakanna: Háir stýrivextir virka ekki – fjármagnseigendur maka krókinn og almúginn hrekkst í verðtryggð lán
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Blússandi verðbólga hjá Frjálsri verslun

Orðið á götunni: Blússandi verðbólga hjá Frjálsri verslun
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skólamál: Gagnrýni á nýtt námsmatskerfi af pólitískum toga

Skólamál: Gagnrýni á nýtt námsmatskerfi af pólitískum toga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skólamál: Niðurstöður PISA sýna aukinn félagslegan ójöfnuð á Íslandi og færri afburðanemendur en í öðrum löndum

Skólamál: Niðurstöður PISA sýna aukinn félagslegan ójöfnuð á Íslandi og færri afburðanemendur en í öðrum löndum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Kolefnisjöfnun

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Kolefnisjöfnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Er nauðsynlegt að eiga vini í vinnunni?

Er nauðsynlegt að eiga vini í vinnunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnan átti allan hug Páls – „Meðan vinnan var svona stór partur af lífinu fór lífið að öðru leyti fram hjá manni“

Vinnan átti allan hug Páls – „Meðan vinnan var svona stór partur af lífinu fór lífið að öðru leyti fram hjá manni“