fbpx
Þriðjudagur 27.ágúst 2024
433Sport

Beckham birtir fallegt myndband af vini sínum sem lést í gær – „Við grétum og við vissum að þetta væri kveðjustund“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 27. ágúst 2024 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum knattspyrnuþjálfarinn Sven-Göran Eriksson er látinn, 76 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein í brisi. Greint var frá andláti hans í gær.

Í upphafi þessa árs greindi Svíinn frá veikindum sínum og sagðist eiga ár eftir í besta falli. Um er að ræða fyrrum landsliðsþjálfara Englands, sem og liða eins og Manchester City, Roma, Lazio og Fiorentina.

Eriksson var vel liðinn sem þjálfari enska landsliðsins og áttu hann og David Beckham einstakt samband, sá sænski gerði Beckham að fyrirliða enska liðsins.

Beckham ákvað á dögunum að fara til Svíþjóðar og eyða heilum degi með Eriksson, vissu þeir báðir að þetta var í síðasta sinn sem þeir myndu hittast.

„Við hlógum, við grétum og við vissum að þetta væri kveðjustund,“ skrifar Beckham í færslu á Instagram og birtir stutt myndband af þeirra kveðjustund.

„Takk fyrir Sven að vera alltaf sama persónan, ástríðufullur, umhyggjusamur, rólegur og einstakur herramaður.“

„Ég verð þér alltaf þakklátur fyrir að gera mig að fyrirliða en ég mun alltaf eiga minninguna af þessum síðasta hittingi með þér og fjölskyldu þinni. Takk fyrir og ég hugsa um þín síðustu orð til mín ´þetta verður í lagi´.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by David Beckham (@davidbeckham)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svona gæti byrjunarlið United litið út með komu Sterling og Chilwell

Svona gæti byrjunarlið United litið út með komu Sterling og Chilwell
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndband af konunum vekur óhug – Létu hnefana tala og mörgum var brugðið

Myndband af konunum vekur óhug – Létu hnefana tala og mörgum var brugðið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Alfreð Finnbogason leggur landsliðskóna á hilluna – „Tíminn er réttur núna til að stíga til hliðar“

Alfreð Finnbogason leggur landsliðskóna á hilluna – „Tíminn er réttur núna til að stíga til hliðar“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Í læknisskoðun hjá Arsenal en eiga eftir að ganga frá lausum endum

Í læknisskoðun hjá Arsenal en eiga eftir að ganga frá lausum endum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lars sendir hjartnæma kveðju til félaga síns sem féll frá í dag – „Alltaf sami hógværi og venjulegi maðurinn“

Lars sendir hjartnæma kveðju til félaga síns sem féll frá í dag – „Alltaf sami hógværi og venjulegi maðurinn“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Útskýrir hvers vegna hann hafnaði gylliboðinu frá Sádi-Arabíu

Útskýrir hvers vegna hann hafnaði gylliboðinu frá Sádi-Arabíu
433Sport
Í gær

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina á Englandi – United fær slæma útreið en Chelsea stekkur upp um sjö sæti milli vikna

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina á Englandi – United fær slæma útreið en Chelsea stekkur upp um sjö sæti milli vikna
433Sport
Í gær

Sven-Göran Eriksson látinn eftir baráttu við krabbamein

Sven-Göran Eriksson látinn eftir baráttu við krabbamein