fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Björgunaraðgerðum við Breiðamerkurjökul lokið – Misvísandi upplýsingar ferðaþjónustufyrirtækisins um fjölda ferðamannanna

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 26. ágúst 2024 15:26

Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um miðjan dag í gær barst lögreglu á Suðurlandi hjálparbeiðni frá gönguhóp sem hafði verið á ferðinni í íshellaferð á Breiðamerkurjökli.

Þær upplýsingar fengust að þarna hefðu verið 25 manns á ferð og hefðu fjórir orðið fyrir íshruni, tveir væru fyrir utan íshellinn, mikið slasaðir, en að tveir aðrir hefðu grafist undir ís sem féll niður úr hvelfingu sem gengið var um.

Allir tiltækir viðbragðsaðilar af Suðurlandi og björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu ásamt þyrlusveit Landhelgisgæslunnar voru kallaðir til, en viðbragðsáætlun vegna hópslyss á Suðurlandi var virkjuð.

Í færslu lögreglunnar á Suðurlandi á Facebook kemur fram að nú í morgun var vitað um afdrif 23 aðila og voru 21 þeirra óslasaðir og fluttir til byggða, en leitað var áfram að þeim tveimur sem talið var að hefðu grafist undir ís. Leit stóð yfir fram til miðnættis í gærkvöld og hófst hún aftur um klukkan 7 í morgun.

„Rannsóknarteymi frá lögreglunni á Suðurlandi hefur unnið að því, ásamt ferðasöluaðilanum að skýra listann yfir þá sem fóru í ferðina, en ekki hefur verið hægt að finna upplýsingar um þá tvo sem saknað hefur verið, í bókunum fyrirtækisins.

Nú fyrir stundu tilkynnti vettvangsstjóri lögreglunnar sem staðsettur er á vettvangi að búið sé að færa til allan þann ís sem talinn var hafa fallið á fólkið og falið það. Í ljós hefur komið að enginn hefur leynst undir ísnum og útilokað að það fólk sem leitað hefur verið að og talið að sé falið undir ís. Þar af leiðandi er ljóst að einungis 23 aðilar voru í þessari göngu í gær og þeir tveir, sem fundust slasaðir og látinn þeir einu sem urðu fyrir tjóni.“

Skráning og utanumhald ónákvæmt – Misvísandi upplýsingar um fjölda ferðamanna

Lögreglan segir að ljóst sé að „skráning í ferðina og utanumhald hafi ekki verið nákvæmt auk misvísandi upplýsinga um fjölda í ferðinni. Miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir þótti ekki forsvaranlegt annað en að halda leit áfram þar til búið væri að fá fullvissu um að enginn væri undir ísfarginu.

Björgunaraðgerðinni er nú lokið og leit hefur verið afturkölluð.“

Bandarískt par lenti undir ísfarginu

Þau sem lentu undir ísfarginu og náðust undan því í gær voru par, karlmaðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi í gær, en konan flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi þar sem hún liggur. Líðan hennar er sem fyrr stöðug og ekki í lífshættu. Þau eru bandarískir ríkisborgarar.

Lögreglan á Suðurlandi greinir frá að hátt í 200 viðbragðsaðilar hafi tekið þátt í þessari björgunar- og leitaraðgerð „og má segja að mikið þrekvirki hafi verið unnið þarna á vettvangi, en búið er að brjóta niður og færa til gríðarlegt magn af ís og var það meira og minna allt gert með handafli.

Lögreglan á Suðurlandi vill því þakka öllum þeim viðbragðsaðilum sem komu að leitar- og björgunaraðgerðinni. Það sýnir sig og sannar í verkefni sem þessu að við höfum á öflugu og lausnarmiðuðu fólki á að skipa þegar hætta steðjar að.

Einnig vill lögreglan þakka þeim ferðaþjónustuaðilum í nágrenni slysstaðar sem aðstoðuðu leitar- og björgunar fólk með gistingu og mat síðast liðinn sólarhring.

Lögreglan mun áfram vinna að rannsókn á tildrögum slyssins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Í gær

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu