Sextán ára piltur stakk þrjú ungmenni á laugardagskvöld og liggur eitt þeirra þungt haldið á sjúkrahúsi. Pilturinn ungi var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. ágúst næstkomandi.
Aron birti myndband á TikTok-síðu sinni í gær þar sem hann sendi ungum drengjum skýr skilaboð varðandi vopnaburð.
„Yo, ef að þú ert lítill strákur og ert eitthvað: „Hmmm, ætti ég að taka hnífinn með mér í bæinn?“ Gaur, slepptu því. Það er enginn að fara að stinga þig. Þú ert ekki að fara stinga neinn. Og ef þú ert með hníf á þér þá ættirðu að skammast þín, þú ert aumingi. Guð blessi þig og Guð blessi þessa ungu stelpu, sem að by the way, fkn dó næstum því í Reykjavík. Í Reykjavík! Þetta er ein öruggasta borg í heiminum. Gaur, hættiði, án gríns.“
Myndbandið hefur vakið mikla athygli á TikTok og hafa rúmlega 70 þúsund manns borið það augum þegar þetta er skrifað.