fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Aron með skýr skilaboð til ungra drengja – „Gaur, slepptu því“

Fókus
Mánudaginn 26. ágúst 2024 13:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Kristinn Jónasson, tónlistarmaður úr ClubDub, hefur sent skýr skilaboð í kjölfar óhugnanlegrar hnífaárásar á Menningarnótt.

Sextán ára piltur stakk þrjú ungmenni á laugardagskvöld og liggur eitt þeirra þungt haldið á sjúkrahúsi. Pilturinn ungi var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. ágúst næstkomandi.

Aron birti myndband á TikTok-síðu sinni í gær þar sem hann sendi ungum drengjum skýr skilaboð varðandi vopnaburð.

Yo, ef að þú ert lítill strákur og ert eitthvað: „Hmmm, ætti ég að taka hnífinn með mér í bæinn?“ Gaur, slepptu því. Það er enginn að fara að stinga þig. Þú ert ekki að fara stinga neinn. Og ef þú ert með hníf á þér þá ættirðu að skammast þín, þú ert aumingi. Guð blessi þig og Guð blessi þessa ungu stelpu, sem að by the wayfkn dó næstum því í Reykjavík. Í Reykjavík! Þetta er ein öruggasta borg í heiminum. Gaur, hættiði, án gríns.“

Myndbandið hefur vakið mikla athygli á TikTok og hafa rúmlega 70 þúsund manns borið það augum þegar þetta er skrifað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“