fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Pressan

Steingervingar sýna að Grænland var græn túndra þakin blómum fyrir einni milljón ára

Pressan
Sunnudaginn 1. september 2024 15:30

Frá Nuuk á Grænlandi. Mynd: Oliver Schauf - Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir einni milljón ára var Grænland nærri íslaust á einhverjum tímapunkti og þar uxu meðal annars blóm. Þetta sýna íssýni sem voru tekin á miðhluta þessarar stærstu eyju heims.

Í dag þekur ís um 98% eyjunnar og því er útlit hennar allt annað en fyrir milljón árum. Live Science segir að í gegnum tíðina hafi skoðanir verið skiptar um hvort Grænland hafi alltaf verið ísi þakið á síðustu 2,7 milljónum árum.

En í fyrrgreindu íssýni fundust steingervingar sem veita fyrstu sönnunina fyrir að miðhluti Grænlandsjökuls, ekki bara jaðrarnir, bráðnuðu fyrir löngu síðan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vermont háskóla.

Paul Bierman, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í samtali við Live Science að þetta sé besta staðfestingin fram að þessu á að miðhluti Grænlandsjökuls hafi bráðnað og í staðinn hafi komið túndra með tilheyrandi vistkerfi.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu PNAS.

Íssýni, sem var rannsakað, var tekið 1993. Í því var fjöldi steingervinga, þar á meðal af sveppum, víði og skordýrum. En það sem þykir merkilegast er vel varðveitt fræ heimskautavalmúa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig
Pressan
Í gær

Hér er besti matur í heimi

Hér er besti matur í heimi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“