fbpx
Mánudagur 26.ágúst 2024
Pressan

Talibanar banna konum að lesa og syngja á almannafæri – „Siðgæðisforvarnir“

Pressan
Mánudaginn 26. ágúst 2024 07:30

Afganskar konur og stúlkur eiga ekki allar gott líf. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talibanar hafa samþykkt ný lög sem banna afgönskum konum að lesa og syngja á almannafæri. Þetta er liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar á sviði „siðgæðisforvarna“.

Lögin voru samþykkt í síðustu viku og eru hluti af nýrri og harðri siðgæðislöggjöf. Hibatullah Akhundzada, sem er valdamesti Talibaninn, hefur samþykkt lögin. The Guardian skýrir frá þessu og segir að nýja löggjöfin nái yfir margt sem við kemur daglegu lífi, þar á meðal almenningssamgöngur, tónlist, rakstur og hátíðarhöld.

Í þrettándu grein laganna, sem snýr sérstaklega að konum, er þeim gert skylt að hylja líkama sinn öllum stundum þegar þær eru á almannafæri og lögð er áhersla á að það sé kjörið að hylja andlit sitt til að koma í veg fyrir að aðrir falli í freistni. Einnig er tekið fram að fatnaðurinn eigi ekki að vera of þunnur, þröngur eða stuttur.

Þess utan er konum nú bannað að syngja og lesa upphátt á almannafæri. Ástæðan er að kvenröddin er talin of æsandi. Konum er einnig bannað að horfa á karlmenn sem þær eru ekki skyldar blóðböndum eða giftar. Þetta gildir einnig fyrir karla, þeir mega ekki horfa á konur sem þeir eru ekki skyldir blóðböndum eða kvæntir.

Konum er nú einnig gert að hylja sig alveg þegar þær eru nærri þeim sem ekki eru múslimar. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að þær verði spillingu að bráð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Elísabetu fannst Donald Trump „mjög dónalegur“ 

Elísabetu fannst Donald Trump „mjög dónalegur“ 
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ef engir geitungar væru til myndum við lifa eins og bændur á miðöldum

Ef engir geitungar væru til myndum við lifa eins og bændur á miðöldum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum MMA-bardagamaður grunaður um morð – Var að hefna dauða sonarins

Fyrrum MMA-bardagamaður grunaður um morð – Var að hefna dauða sonarins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eftirlýstur fyrir morð í tvo áratugi – Starf hans kom lögreglunni í opna skjöldu

Eftirlýstur fyrir morð í tvo áratugi – Starf hans kom lögreglunni í opna skjöldu