fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Fréttir

Alvarlegt slys á Breiðamerkurjökli – Íshellir hrundi og fólk fast í hellinum

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 25. ágúst 2024 15:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landhelgisgæslan hefur sent af stað tvær þyrlur vegna slyss við Breiðamerkurjökul í suðaustanverðum Vatnajökli. Það er vestan við Jökulsárlón. Íshellir hrundi og slasað fólk er fast inni í hellinum.

Visir.is greindi fyrst frá þessu.

Samkvæmt Jóni Þóri Víglundssyni upplýsingafulltrúa Landsbjargar er um umfangsmikla aðgerð að ræða. Fleiri viðbragðsaðilar hafa verið sendir á staðinn, lögregla, sjúkrabíll, sjúkraflugvél og björgunarsveitir.

Uppfært:

Nú er komið í ljós að íshellir hrundi. Björg­un­ar­sveit­ir á Höfn, Öræf­um og Kirkju­bæj­ark­laustri hafa verið kallaðar út vegna slyssins. Fólk er fast í hellinum en óvíst hversu margt. Talið er að minnsta kosti þrír eða fjórir séu slasaðir inni í hellinum. Einhverjir séu einnig fyrir utan hellinn.

Aðstæður á vettvangi eru sagðar mjög erfiðar. Sérþjálfaðir björgunarsveitarmenn hafa verið sendir á staðinn. Samhæfingarstöð almannavarna hefur verið virkjuð sem og hópslysaáætlun almannavarna.

 

Veistu meira um málið? Við tökum við ábendingum á netfangið ritstjorn@dv.is. Fullum trúnaði er heitið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis
Fréttir
Í gær

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“
Fréttir
Í gær

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Í gær

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“