fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Foreldrar í Síðuhverfi funda vegna drengs sem hótaði börnum með hnífi – „Barnavernd er algjörlega að bregðast“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 25. ágúst 2024 15:00

Foreldrar eru hræddir um börnin sín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrar barna í Síðuskóla á Akureyri funduðu í dag vegna hnífaógnar drengs í hverfinu. Drengurinn ógnaði yngri börnum við Síðuskóla í gærkvöldi og hlupu börnin lafhrædd heim.

„Það er áfall fyrir börnin okkar að lenda í þessu. Þau koma heim og eru særð, eru skítlogandi hrædd,“ segir móðir nokkurra barna í skólanum.

Viðvarandi vandamál

Segir hún að um sé að ræða dreng sem hafi ógnað börnum í skólanum í mörg ár. Hann eigi við vandamál að stríða en fái ekki aðstoð barnaverndar bæjarins. Foreldrarnir drengsins séu einnig algerlega ráðalausir. Drengurinn sé ekki nemandi við skólann.

„Það er rosalega góð stemning hjá krökkunum að hittast við Síðuskóla á kvöldin. Allir koma þangað, óháð aldri, og hafa gaman. Í gær kom fjórtán ára sonur minn og þrír vinir hans hlaupandi heim, lafmóðir, og sögðu að þessi drengur hefði verið þar, vopnaður hnífi, að hóta krökkum,“ segir móðirin.

Hún segir að drengurinn hafi áður ógnað hennar eigin börnum. Þetta sé búið að vera viðvarandi vandamál árum saman og ekkert sé gert.

Foreldrar taka til sinna ráða

Eftir atvikið í gær eru margir foreldrar logandi hræddir um börnin sín. Ekki síst eftir að hafa lesið fréttir frá menningarnótt í Reykjavík þar sem eitt ungmenni stakk þrjú önnur. Allt einstaklingar undir lögaldri.

Var því ákveðið að blása til fundar á kaffihúsinu Bláu könnunni klukkan 14 í dag. Hugsanlega verði sett saman nefnd til að fara af stað til að reyna að vekja barnavernd lögreglu. Einnig til að komast að því hvort til séu myndbandsupptökur af atvikinu við Síðuskóla í gærkvöldi.

Að sögn móðurinnar, sem DV ræddi við fyrir fundinn, kæmi foreldravakt einnig til greina en sú leið sé erfið vegna anna hjá foreldrum. Þó svo að margir foreldrar væru af vilja gerðir til þess að rölta um hverfið og fylgjast með þá sé það auðveldara sagt en gert, sérstaklega hjá einstæðingum.

Tilkynningar skila engu

Hún segir að búið sé að margtilkynna mál drengsins til barnaverndar en ekkert sé að gert. Foreldrar hans hefðu einnig hvatt til að málið sé tilkynnt því þeir réðu ekki neitt við neitt.

„Þau fá ekki viðeigandi aðstoð,“ segir móðirin. Barnavernd sé hins vegar fullkomlega meðvituð um vandann. „Barnavernd er algjörlega að bregðast. Það eru allt of margar tilkynningar sem ekki er gert neitt í.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Í gær

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu