fbpx
Mánudagur 26.ágúst 2024
Fókus

Fagna 40 ára afmæli Hrafnsins flýgur með tónleikasýningu – „Hún er lífseig, þessi mynd mín“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 25. ágúst 2024 15:30

Hrafninn flýgur var risaverkefni á sínum tíma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérstök afmælissýning verður á kvikmyndinni Hrafninn flýgur í tilefni af 40 ára afmæli myndarinnar á kvikmyndahátíðinni RIFF í október. Leikstjórinn Hrafn Gunnlaugsson segir myndina hafa verið gríðarlegt verkefni á sínum tíma og að hún eigi enn þá aðdáendaklúbba víða um heim.

„Hún er lífseig, þessi mynd mín,“ segir Hrafn Gunnlaugsson um Hrafninn flýgur, sem var sú fyrsta í svokölluðum víkingaþríleik Hrafns. En á eftir fylgdu Í skugga hrafnsins og Hvíti víkingurinn. „Ætli megi ekki segja að hún sé tímalaus.“

Sólstafir spila

Afmælissýningin verður þann 4. október næstkomandi í sal 1 í Háskólabíói. Þungarokkssveitin Sólstafir mun flytja eigin tónsmíðar á kraftmikinn hátt við myndina. En það sama gerðu þeir árið 2014 þegar haldið var upp á 30 ára afmæli myndarinnar.

Tugþúsundir sáu Hrafninn flýgur þegar hún var sýnd í kvikmyndahúsum á sínum tíma. Myndin var íslensk og sænsk framleiðsla. Hún fjallar um írskan mann sem kemur til Íslands til að hefna sín á norrænum víkingum sem drápu foreldra hans og numdu systur hans á brott í þrældóm. Myndin þótti svipa mjög til samúræja mynda hins japanska Akira Kurosawa og spagettívestra hins ítalska Sergio Leone.

„Þetta var ofboðsleg framkvæmd,“ segir Hrafn. „Fyrir mig var þetta stanslaus vinna í þrjú ár.”

Klúbbar í útlöndum

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Riff hefst 26. september og lýkur 6. október. Meginvettvangurinn verður Háskólabíó. Hægt er að nálgast miða á tónleikasýningu Hrafnsins flýgur á riff.is og sjá alla dagskrá hátíðarinnar.

„Það eru enn starfandi aðdáendaklúbbar myndarinnar í útlöndum,“ segir Hrafn. „Mér var einu sinni boðið til eins þeirra, sem er í Múrmansk, af öllum kimum heimsins. Ég þáði það nú, og hafði gaman af, þótt ekki væri sakir annars en að formaður klúbbsins reyndist vera fangelsisstjóri borgarinnar og varaformaðurinn sjálfur lögreglustjórinn í Múrmansk.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég held að reiði hafi verið orkan sem kom þessum skrifum að stað.  Ég var bara orðin of reið yfir því að fólk skildi mig ekki“

„Ég held að reiði hafi verið orkan sem kom þessum skrifum að stað.  Ég var bara orðin of reið yfir því að fólk skildi mig ekki“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Seldist upp á 5 mínútum á Vitringana 3

Seldist upp á 5 mínútum á Vitringana 3
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vala Grand um föðurmissinn – „Það eru ekki allir svo heppnir að eiga svona góðan pabba. Hann var til staðar“

Vala Grand um föðurmissinn – „Það eru ekki allir svo heppnir að eiga svona góðan pabba. Hann var til staðar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

TMZ birtir myndband af Brad Pitt á Kirkjubæjarklaustri – Hitti aðdáanda sinn í Vík

TMZ birtir myndband af Brad Pitt á Kirkjubæjarklaustri – Hitti aðdáanda sinn í Vík
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlíf með eiginkonunni og frænda hennar svo gott að hann vill opna sambandið

Kynlíf með eiginkonunni og frænda hennar svo gott að hann vill opna sambandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Þessi markmiðasækni var orðin að fíkn hjá mér“

„Þessi markmiðasækni var orðin að fíkn hjá mér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Systir Biöncu Censori birtir djörfustu myndina af henni til þessa

Systir Biöncu Censori birtir djörfustu myndina af henni til þessa
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bjarni Ben gagnrýnir aðgerðir RÚV í kjölfar glimmeratviksins – „Mjög skrýtið“

Bjarni Ben gagnrýnir aðgerðir RÚV í kjölfar glimmeratviksins – „Mjög skrýtið“