fbpx
Laugardagur 24.ágúst 2024
Fókus

Maðurinn sem segist vita sannleikann um Amelia Earhart en enginn trúir honum

Fókus
Laugardaginn 24. ágúst 2024 21:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amelia Earhart var heimsþekkt á sínum tíma og setti hún fjölmörg met á ferli sínum sem flugmaður. Hún varð meðal annars fyrst kvenna til að fljúga yfir Atlantshafið. Árið 1937 ætlaði hún sér að verða fyrst kvenna til að fljúga hringinn í kringum hnöttinn. Hún, ásamt siglingafræðingnum Fred Noonan, áttu ekki ýkja langt eftir að ferð sinni þegar flugvél þeirra hvarf af radar yfir Kyrrahafi og síðan hefur ekkert til Earhart spurst og almennt talið að vélin hafi hrapað og hún tapað lífi sínu.

Hins vegar hefur brak vélarinnar ekki fundist og því ganga ýmsar sögur um endalok flugkonunnar fræknu.

Ric Gillespie ætlaði sér aldrei að sogast inn í ráðgátuna um Earhart. Hann starfaði hjá tryggingafélagi við rannsóknir á flugslysum sem kveikti áhugann á gömlum flug-ráðgátum. Hann taldi þó mál Earhart enga ráðgátu. Hún hefði hrapað með ferðafélaga sínum og látið lífið. Hann hafði þó heyrt hinar ýmsu kenningar um málið en látið þær sem vind um eyru þjóta.

En svo liðu árin og enn hefur ekki tekist að hafa upp á braki flugvélarinnar, þó margir hafi leitað þess. Þá kviknaði áhuginn. Hvernig gat flugvél sem svo margir fylgdust með horfið sporlaust? Flug Earhart var með stuðningi bandaríska hersins og fjöldi manna fylgdist með ferð hennar á radar.

Svo fór að Gillespie kafaði djúpt ofan í málið og þó hann hafi engar sannanir fundið fyrir kenningu sinni stendur hann í þeirri trú að Earhart hafi brotlent en lifað af. Hún hafi þó orðið strandaglópur á eyjunni Nikumaroror í Kyrrahafinu og því aldrei komist heim. Eyjan var á þeim tíma í eyði.

Gillespie hefur haldið þessu fram árum saman en enginn trúir honum. Árið 1991 taldi hann sig hafa fundið sönnunargagnið sem hann þurfti, á eyðieyju nokkurri fann hann svæði þar sem hann taldi líklegt að Earhart hafi lent flugvél sinni og í kjölfarið fann hann málmbita sem hann taldi vera úr vélinni. Hann sneri á næstu árum aftur til eyjunnar og fann fleiri bita, hæl og sóla ur skó, brotinn spegil, hníf, tóma flösku og fleira. Allt virtist þetta staðfesta kenningu Gillespie.

Sjá einnig: Dó Amelia Earhart á afskekktri eyðieyju?

Síðar fundist frekari gögn til að styðja við kenninguna. Skilaboð fundust sem eru sögð hafa komið frá vél Earhart eftir að hún hvarf af radarnum og áfram mætti telja.

En hvers vegna er kenningunni ekki trúað? Fræðimenn sem hafa helgað sig ferli Earhart eru efins. Háværasti gagnrýnandinn er uppgjafahermaðurinn Mike Campell sem skrifaði bók um Earhart árið 212. Hann segist kominn með hundleið á kjaftæðinu í Gillespie. Mike trúir á aðra kenningu, að Earhart og ferðafélagi hennar hafi verið handsömuð af japanska hernum og látið lífið í haldi þeirra.

Fyrr á þessu ári þurfti Gillespie að gefa undan gagnrýninni og viðurkenn að brakið sem hann fann sé úr vél af annarri gerð en Earhart flaug, en hann er þó ekki af baki dottinn.

Nú hefur hann beint sjónum sínum að beinum sem fundust á eyjunni árið 1940. Beinin voru send til Fiji-eyja eftir að leiðangur á vegum breskra yfirvalda rakst á þau. Beinin voru talin koma frá lágvöxnum karlmanni. Gillespie telur þau þó tilheyra Earhart. Frekari rannsóknir á beinunum árið 1998 gáfu þessari kenningu byr undir báða vængi. Beinin kæmu líklega frá konu af svipaðri stærð og Earhart. Árið 2018 voru beini skoðuð af virtum réttarmeina mannfræðing sem bar beinin saman við myndir af Earhart sagði líkur vera á að þetta væru hennar bein.

„Hversu margar tilviljanir þarf fólk? Hérna dó hún. Þetta er saga hennar. Sýnið mér hvar mér skjátlast,“ segir Gillespie. Erfðagreining á beinunum gæti sannað kenningu Gillespie en því miður hafa beinin farið forgörðum.

Þegar bræðurnir Tony og Lloyd Romero töldu sig hafa fundið brakið úr flugvél Earhart á síðasta ári var Gillespie fljótur að benda á að vængir vélarinnar sem bræðurnir fundu á sónar myndum nærri Howland eyjum, sé gjörólík vængjunum á vél Earhart. Bræðurnir vinna nú hörðum höndum að komast að brakinu sem þeir telja sig hafa fundið, en engin staðfesting liggur fyrir að þarna sé vél Earhart á ferðinni. Gillespie telur ljóst að Romeo-bræður hafi rangt fyrir sér og veltir fyrir sér hvers vegna heimurinn sé tilbúinn að veðja á þeirra kenningu en ekki hans.

Sjá einnig: Telja sig hafa gert uppgötvun sem gæti leyst eina dularfyllstu ráðgátu flugsögunnar

Sama hvað Gillespie finnur, greinir eða útskýrir um kenningu sína, þá er hann sífellt í vörn, sífellt að leita sannana, sífellt að vona að loks verði honum trúað. Hann er að verða áttræður og vonast til þess að áður en yfir lýkur þá verði viðurkennt að Earhart endaði á Nikumaroro. Romeo bræður telja hins vegar að þeir muni finna vélina og Earhart á botni sjávar fyrir lok árs eða snemma á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ljósbrot verður sýnd um allan heim

Ljósbrot verður sýnd um allan heim
Fókus
Fyrir 3 dögum

Giftu sig á Skjálfanda – Brúðkaupsgestir höfðu ekki hugmynd um hvað stóð til

Giftu sig á Skjálfanda – Brúðkaupsgestir höfðu ekki hugmynd um hvað stóð til
Fókus
Fyrir 4 dögum

Biskup Íslands tognaði og þarf að breyta áætlunum sínum í Reykjavíkurmaraþoninu

Biskup Íslands tognaði og þarf að breyta áætlunum sínum í Reykjavíkurmaraþoninu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigrún Rós flúraði fanga á Kvíabryggju – Lenti í „lockdown“ vegna hótunar um skotvopn

Sigrún Rós flúraði fanga á Kvíabryggju – Lenti í „lockdown“ vegna hótunar um skotvopn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Raunveruleikastjarna fagnar tímamótum – Hefur misst 227 kíló

Raunveruleikastjarna fagnar tímamótum – Hefur misst 227 kíló
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjaldséð mynd: Madonna með öllum sex börnunum sínum

Sjaldséð mynd: Madonna með öllum sex börnunum sínum