fbpx
Laugardagur 24.ágúst 2024
Eyjan

Formaður Neytendasamtakanna: Áfellisdómur yfir Fjármálaeftirlitinu að hafa ekki tryggt að lánaskilmálar bankanna standist lög

Eyjan
Laugardaginn 24. ágúst 2024 08:00

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjármálaeftirlitið hefur ekkert gert til að tryggja að bankar fari eftir hæstaréttardómi frá 2017, sem kveður á um að lánaskilmálar bankanna um heimild þeirra til að hækka vexti á m.a. fasteignalánum. Fimm ár eru síðan Neytendasamtökin sendu eftirlitinu fyrirspurn vegna þessa en engin svör hafa borist enn. Þögnin er ærandi. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Hlýða má á brot úr þættinum hér:

Markaðurinn  -  Breki Karlsson - 3.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Breki Karlsson - 3.mp4

Sú neytendavernd sem við búum við í dag hér á landi, þetta var ekki fundið upp hér á Íslandi, eins og þú segir, það þurfti að flytja þetta inn. Við fengum þetta með EES-samningnum.

„Algerlega. Það er 1993 sem í fyrsta skipti eru sett samkeppnislög, sett neytendalög, alvöru vernd fyrir neytendur kemur í fyrsta skipti þarna og það er alveg magnað að það hafi þurft til en að sama skapi frábært að það hafi gerst,“ segir Breki.

Hann segir að í vaxtamálinu sé m.a. byggt á hæstaréttardómi. „Það féll hæstaréttardómur 2017 sem dæmdi þessa vaxtaskilmála ólöglega og það er áfellisdómur yfir Fjármálaeftirlitinu að hafa ekki í kjölfar þessa hæstaréttardóms, sem féll 2017, og við reyndar sendum inn fyrirspurn 2019 til Fjármálaeftirlitsins og höfum ekki fengið svör enn þá um það hvað eftirlitið ætlaði sér að gera í öllum hinum málunum þar sem þessir skilmálar væru líka, sem Hæstiréttur var búinn að dæma ólöglega. En þögnin er ærandi þar.“

Breki greinir frá því að Neytendasamtökin séu líka að láta gera úttekt á tryggingamálum á Íslandi. „Þórólfur Matthíasson er að leiða þá vinnu að skoða af hverju tryggingar á Íslandi séu svona dýrar. Við erum búin að fá fyrstu áfangaskýrsluna og liggjum yfir henni og svo erum við að taka ákvörðun um næstu skref og við vonumst til að skýrslan muni liggja fyrir síðla vetrar. Þá getum við tekið upplýsta umræðu um það hvað við viljum gera eða hvort við viljum hugsanlega hafa tryggingar á Íslandi svona dýrar.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stýrivextir verða óbreyttir

Stýrivextir verða óbreyttir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skólamál: Gervigreind getur orðið mikilvægt tæki fyrir kennara til að aðlaga námsefni að ólíkum þörfum nemenda

Skólamál: Gervigreind getur orðið mikilvægt tæki fyrir kennara til að aðlaga námsefni að ólíkum þörfum nemenda
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Kolefnisjöfnun

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Kolefnisjöfnun
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Það er ekki hægt að réttlæta þetta lengur gagnvart skattgreiðendum“

„Það er ekki hægt að réttlæta þetta lengur gagnvart skattgreiðendum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjártæknifyrirtækið YAY aðstoðar við dreifingu bótagreiðslna í Kanada

Fjártæknifyrirtækið YAY aðstoðar við dreifingu bótagreiðslna í Kanada
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Vanþekking á sveppum varð þeim að aldurtila

Steinunn Ólína skrifar: Vanþekking á sveppum varð þeim að aldurtila
Hide picture