fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Formaður Neytendasamtakanna: Vaxtahækkanir bankanna á húsnæðislánum ólöglegar að mati EFTA-dómstólsins

Eyjan
Föstudaginn 23. ágúst 2024 17:30

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

EFTA-dómstóllinn staðfesti í vor að skilmálar húsnæðislána bankanna fara gegn lögum og bönkunum var ekki heimilt að hækka vexti á þessum lánum eins og þeir hafa verið að gera. Verði niðurstaða íslenskra dómstóla í samræmi við ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins er ljóst að bankarnir þurfa að bæta lántakendum oftekna vexti. Fjárhæðin getur verið allt að 90 milljörðum króna. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, er viðmælandi Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Hlýða má á brot úr þættinum hér:

Markaðurinn  -  Breki Karlsson - 2.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Breki Karlsson - 2.mp4

„Við höfum lengi talið að skilmálar húsnæðislána bankanna og líka lífeyrissjóðanna séu ekki lögum samkvæmir og að þeim hafi ekki verið heimilt að hækka vexti eins og þeir hafa verið að gera að undanförnu,“ segir Breki.

„Þess vegna fórum við í það sem við köllum vaxtamálið, og hægt er að lesa allt um það á vaxtamalid.is. Við fórum í sex mál gegn bönkunum þremur og héraðsdómur vísaði tveimur þessara mála til EFTA-dómstólsins til að fá ráðgefandi álit og í maí síðastliðnum kom niðurstaða eftir tæplega árs yfirlegu EFTA-dómstólsins og, jú, skilmálarnir eru ekki samkvæmt lögum eða tilskipun Evrópusambandsins sem við höfum lögfest og innleitt hér.

Þannig að bankarnir fara gegn þessari tilskipun og núna í september hefst svo málsmeðferð í málunum fyrir héraðsdómi og við vonumst til þess að héraðsdómur komist að sömu niðurstöðu og EFTA-dómstóllinn,“ segir Breki.

Hann segir að fari svo sé einungis eftir að reikna út hvernig neytendum verði bættur skaðinn.

Það getur verið flókið mál, er það ekki, eða hvað, er þetta kannski bara einfalt reikningsdæmi?

„Þetta er misjafnt. Í þeim tilvikum þegar lán voru tekin fyrir Covid, þá var vaxtalækkunarferli. Þá lækkuðu bankarnir, að okkar mati, vextina mun hægar heldur en Seðlabankinn lækkaði sína, hvernig markaðsvextir voru að lækka, og voru að láta lántaka borga meira en þeir áttu að gera. Það þurfti meira að segja ákall úr Svörtu loftum – seðlabankastjóri þurfti að hvetja bankana til að lækka vexti,“ segir Breki.

„Síðan er náttúrlega hitt, þau lán sem hafa verið tekin undanfarið, margir fóru í það að endurfjármagna og slíkt, þar eru ákvæði, og á það reynir í þessum málum hvort að hækkunarákvæðið verði ekki bara fellt niður og að lán sem hafa verið að hækka að undanförnu, þau verði bara með upprunalegri vaxtaprósentu, hún verði bara látin standa og breytingarákvæðið fellt niður.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Hide picture