fbpx
Föstudagur 23.ágúst 2024
Fréttir

Göngumaður féll í sprungu við gosstöðvarnar

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 23. ágúst 2024 12:15

Myndin er tekin stuttu eftir að gosið hófst þann 22. ágúst. Mynd: Gylfi Hauksson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum biður fólk um að fara varlega og gæta að öryggi sínu hyggist það skoða eldgosið sem hófst í gærkvöldi.

Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar kemur fram að í nótt þurfti að sækja göngumann á svæðinu sem féll í sprungu, slasaðist hann eitthvað.

Hámarkshraði á Reykjanesbraut milli Grindavíkurvegar og Vogavegar hefur verið lækkaður í 50 km/klst.

„Mikið er um að fólk sé að leggja bílum úti í kanti og við það skapast ákveðin hætta sem við viljum sporna við. Einnig er vert að benda á að það er gríðarlega erfitt og hættulegt að fara á fæti að gosstöðvunum þar sem hraunið þarna er mjög erfitt yfirferðar á göngu, einnig er mikið um sprungur á svæðinu. Endilega farið varlega þarna og gætið að öryggi ykkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Segir að ótrúleg mistök hafi verið gerð þegar snekkjan sökk

Segir að ótrúleg mistök hafi verið gerð þegar snekkjan sökk
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Svona er staðan á eldgosinu eftir nóttina

Svona er staðan á eldgosinu eftir nóttina
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bláa lónið rýmt á 40 mínútum

Bláa lónið rýmt á 40 mínútum
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrstu myndir af eldgosinu úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af eldgosinu úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar