fbpx
Fimmtudagur 22.ágúst 2024
Fókus

„Ég held að reiði hafi verið orkan sem kom þessum skrifum að stað.  Ég var bara orðin of reið yfir því að fólk skildi mig ekki“

Fókus
Fimmtudaginn 22. ágúst 2024 20:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er ekki feimin við að kalla mig matarfíkil,“ segir Lára Kristín Pedersen knattspyrnukona, viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Lára, sem er stuttu flutt aftur til Íslands eftir að hafa verið í atvinnumennsku í fótbolta í Hollandi, glímdi við matarfíkn um árabil. Hún lýsir því hvernig hún upplifði sig eina neðanjarðar í moldinni í algeru myrkri, í samfélagi sem bauð ekki upp á neina aðstoð eða skildi alvarleika matarfíknar. En, Lára gafst ekki upp og fann leiðir að sínum bata.

Fyrir tveimur árum síðan gaf hún svo út bókina „Veran í moldinni – hugarheimur matarfíkils í leit að bata“ ekki síst til að opna á umræðuna um veruleika matarfíkilsins, bataferlið og listina að halda jafnvægi og vaxa til framtíðar. Í þættinum ræða þau Mummi sögu Láru og baráttu hennar við matarfíknina en einnig almennt um fíknir, svo sem hvað liggur að baki fíkniveikindum fólks og hvernig við sem samfélag getum sem best stutt við bata fólks sem glímir við fíkn af einhverju tagi.

Þetta tóm sem er ekki fyllt á heilbrigðan hátt

Lára segir að sem barn hafi hún verið frek, ofboðslega metnaðarfull og hafði þörf til að stjórna umhverfinu sínu. Metnaðurinn birtist helst í skólanum og í fótboltanum þar sem hún var í stöðugri samkeppni, stöðugt að reyna að sanna sig og stöðug í leit að viðurkenningu.

„Og mér finnst leiðinlegt í dag þegar við erum að hampa þessari persónugerð, því ég er ekkert viss um að þetta komi oft af réttum stað. Það er ekkert að því að hafa metnað fyrir sjálfum sér og vilja gera vel, en ég held þetta komi frá óheilbrigðari stað en við áttum okkur á og ég var klárlega þar.

Ég held að þetta sé örugglega sama mein, eða ég vil meina að þetta komi frá sama meini og minn fíknisjúkdómur. Þetta tóm sem er ekki fyllt á heilbrigðan hátt og kemur þá út í viðurkenningaþörf eða þörf fyrir að stjórna hlutum.“

Allt snerist um mat

Lára segir erfitt að greina nákvæmlega hvar matarfíknin gerði vart við sig, enda er fíkn í eðli sínu flókinn sjúkdómur sem á gjarnan rætur að rekja til óheilbrigðrar hegðunar á barnsaldri.

„En þetta sýndi sig bara í svona litlum atriðum eins og ég var alltaf matsár heima, í keppni við alla á heimilinu um að ná að borða sem mest.“

Með tíð og tíma tóku hugsanir um mat stöðugt meira pláss og fór það jafnvel svo að Lára var jafnvel yfir sig spennt að komast heim til sín því hún vissi að þar átti hún eitthvað gott að borða. Þessi fíkn leyndi svo á sér þar sem hún var íþróttakona sem stundaði mikla hreyfingu en Lára segir það einmitt algengan misskilning að fólk með matarfíkn sé alltaf í yfirþyngd. Fíknin birtist ekki endilega í holdafari heldur í fíknihegðun.

„Ég hef aldrei farið í einhverja mikla yfirþyngd þrátt fyrir að vera, að mínu mati, langt leiddur matarfíkill en á unglingsárunum fer ég að taka svona harkalegri átlotur og já matur fer einhvern veginn að verða mikilvægari og mikilvægari í mínu lífi og  þar til ég leita mér hjálpar er þessi sjúkdómur bara að ágerast eins og aðrir fíknisjúkdómar gera og ég get alveg sagt svona undir lokin að matur var orðinn það allra mikilvægasta í mínu lífi, þetta var bara orðinn minn guð og það snerist allt um það.“

Það tók tíma að horfast í augu við fíknina og Lára segir að dómharkan í eigin garð hafi verði mikil sem og skömmin. Lára segir að eins sé erfitt að vita til þess að margir horfi á matarfíkn sem fíkn sem eigi rætur til hegðunar. Hér sé á ferðinni fíkni í efni og til dæmis er nú barist í Bandaríkjunum fyrir því að fá matarfíkn viðurkennda sem fíkn í efni, sykur, sem kveiki á löngun líkt og áfengi og önnur vímuefni gera.

Reiðin varð að bók

Sjálf fékk Lára mikinn stuðning frá 12 spora samtökum sem hún leitaði til og hafði hún mikla trú á þeirri aðferðafræði þar til hún fór að starfa í málefnum heimilislausra hjá Reykjavíkurborg. Þar sá hún hóp sem 12 spora samtök virkuðu ekki fyrir.

Lára er í dag búin að klára nám í matarfíkniráðgjöf og er nú í meistaranámi í fíknifræðum í London. Hún skrifaði bók sína til að ýta við umræðunni þar sem það særir hana að vita til þess að matarfíkn er ekki litin jafn alvarlegum augum og aðrar fíknir.

„Ég held að reiði hafi verið orkan sem kom þessum skrifum að stað.  Ég var bara orðin of reið yfir því að fólk skildi mig ekki. Mér fannst ég alltaf vera í vörn með þetta, nei ég er ekki í megrun, og mér fannst ég of afsakandi oft og fannst sárt hvað fáir skildu hversu alvarlegur þessi sjúkdómur er.“

Lára segir að það sé hópur fólks innan heilbrigðiskerfisins sem berst með kjafti og klóm gegn því að matarfíkn sé viðurkennd. Þau telja sjúkdóminn uppspuna.

Því ákvað hún að opna sig í bókinni til að sýna veruleika manneskju sem glímir við sjúkdóminn. Til að sýna þessu fólki að matarfíkn er til. Í raun sé staða hennar ólík þeim raunveruleika sem aðrir með fíknisjúkdóm glíma við. Það fólk kærir sig gjarnan síður um að vera kallað fíkill á meðan Lára berst fyrir því að vera viðurkennd sem fíkill.

„Mig langaði svo að þessari fíkn væri tekið alvarlega að ég var farin að rembast við að fá viðurkenningu á mér sem fíkli.“

Bókin hennar Láru heitir Veran í moldinni og fæst í öllum helstu bókabúðum og á Storytel.

Hlusta má á viðtalið við Láru og fyrri þætti Kalda pottsins á tyr.is eða á Spotify.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kynlíf með eiginkonunni og frænda hennar svo gott að hann vill opna sambandið

Kynlíf með eiginkonunni og frænda hennar svo gott að hann vill opna sambandið
Fókus
Í gær

„Þessi markmiðasækni var orðin að fíkn hjá mér“

„Þessi markmiðasækni var orðin að fíkn hjá mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Systir Biöncu Censori birtir djörfustu myndina af henni til þessa

Systir Biöncu Censori birtir djörfustu myndina af henni til þessa
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjarni Ben gagnrýnir aðgerðir RÚV í kjölfar glimmeratviksins – „Mjög skrýtið“

Bjarni Ben gagnrýnir aðgerðir RÚV í kjölfar glimmeratviksins – „Mjög skrýtið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Linda hefur þurft að grafa tvo syni sína – Annar þeirra skildi eftir bréf en hún segir lögregluna neita að afhenda henni það

Linda hefur þurft að grafa tvo syni sína – Annar þeirra skildi eftir bréf en hún segir lögregluna neita að afhenda henni það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jewells flutti til Íslands fyrir 8 árum – „Mér finnst ég örugg, mér líður eins og heima hjá mér“

Jewells flutti til Íslands fyrir 8 árum – „Mér finnst ég örugg, mér líður eins og heima hjá mér“