fbpx
Fimmtudagur 22.ágúst 2024
Fókus

Stefnumótasérfræðingurinn fékk ógeðsleg skilaboð frá karlmanni – Náði fram hefndum með stæl

Fókus
Fimmtudaginn 22. ágúst 2024 14:51

Jana Hocking og skilaboðin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski stefnumótasérfræðingurinn og fjölmiðlakonan Jana Hocking fékk óumbeðna typpamynd frá karlmanni.

Ekki nóg með það að maðurinn sendi henni myndina á Instagram, þá hafði hann upp á persónulega netfanginu hennar og sendi henni þar tölvupóst til að biðja hana um að kíkja á skilaboðin frá honum.

„Ég hafði það á tilfinningunni hvað þetta var og ég hafði rétt fyrir mér: Typpamynd,“ skrifar Hocking í pistli á News.com.au.

„Jana, Jana, Jana!! Síðan þú ert algjör gúrú, gefðu mér einkunn,“ stóð í skilaboðunum ásamt ógeðslegri mynd.

„Þetta var mynd af karlmanni í baði, hann hélt stoltur utan um mjóan tittlinginn í grunnu vatni og svo sást í nokkur tattú. Aldrei senda nektarmyndir sem er hægt að rekja til þín vegna húðflúra,“ segir Jana.

Komin með nóg

„Þetta var mjög skrýtin mynd. Ég var komin með nóg af því að fá óumbeðnar typpamyndir frá ókunnugum karlmönnum og að fá skilaboð frá þessum krípí náunga, sem gekk svo langt að finna persónulega netfangið mitt, gerði það að verkum að ég ákvað að berjast á móti og láta hann svitna aðeins..“

Jana skoðaði Instagram-síðu mannsins og komst að því að hann væri fyrirtækjaeigandi og með símanúmerið sitt skráð.

Hún fann persónulegu Instagram-síðu hans og lét til skarar skríða. „Ég byrjaði á því að taka skjáskot af tölvupóstinum og birta í Story á Instagram og skrifaði með: „Ég kíkti á skilaboðin og já, þetta er typpamynd […] Ykkur er frjálst að senda (hér taggaði ég hann á Instagram) honum puttann frá mér. Ekki í dag Satan.“

Jana Hocking.

Svör hans gerðu hana reiðari

Eins og Jönu grunaði þá fríkaði maðurinn út og reyndi að fá hana til að eyða færslunni.

„En það sem hann gerði næst gerði mig bara reiðari,“ segir hún.

„Hann var alltaf að segja sömu tvö orðin sem gáfu til kynna að hann væri ekki að skilja vandamálið,“ segir hún og birtir samskipti þeirra.

Maðurinn reyndi að múta Jönu að taka niður færsluna.

„Afsakaðu, ég skal bæta fyrir heimsku mína. Ég hélt þú værir frjálsleg í fasi (e. free spirit),“ sagði hann.

„Ég verð að útskýra af hverju þetta „frjálsleg í fasi“ hafi farið svona í taugarnar á mér. Hann var einhvern veginn búinn að telja sér trú um að það væri í lagi að senda mér óumbeðna mynd af typpinu hans því ég skrifa um kynlíf á jákvæðan hátt.“

Maðurinn sagði aftur við hana, oftar en einu sinni: „Ég hélt þú værir svo frjálsleg í fasi.“

Jana benti honum á að þetta væri kynferðisleg áreitni og viðbjóðsleg hegðun.

„Ég hafði rangt fyrir mér. Ég er fyrirtækjaeigandi og þetta mun ganga frá mér. Viltu vinsamlegast taka þetta út, ég er bara 24 ára,“ sagði maðurinn.

Jana tók ekki niður færsluna fyrr en hann lofaði því að senda aldrei annarri konu slík skilaboð, og að hafa aldrei samband við hana aftur. Sem hann gerði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Þessi markmiðasækni var orðin að fíkn hjá mér“

„Þessi markmiðasækni var orðin að fíkn hjá mér“
Fókus
Í gær

Aðdáendur hafa miklar áhyggjur af heilsu leikkonunnar

Aðdáendur hafa miklar áhyggjur af heilsu leikkonunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjarni Ben gagnrýnir aðgerðir RÚV í kjölfar glimmeratviksins – „Mjög skrýtið“

Bjarni Ben gagnrýnir aðgerðir RÚV í kjölfar glimmeratviksins – „Mjög skrýtið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekjudagar DV: IceGuys sögðu gemmér og fengu meira

Tekjudagar DV: IceGuys sögðu gemmér og fengu meira
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tekjudagar DV: Trommarinn í Dimmu með margfaldar tekjur annarra meðlima

Tekjudagar DV: Trommarinn í Dimmu með margfaldar tekjur annarra meðlima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tekjudagar DV: LXS-skvísurnar – Tvær launahæstu með milljónum meira en þær launalægstu

Tekjudagar DV: LXS-skvísurnar – Tvær launahæstu með milljónum meira en þær launalægstu