fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Ekki verður hægt að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum á Íslendingabók.is

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 23. ágúst 2024 08:30

Frá og með 1. september verður þjónusta island.is aðeins í boði fyrir hið opinbera.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tilkynningu á ættfræðivefnum islendingabok.is verður ekki hægt að nota rafræn skilríki frá og með 1. september næstkomandi. Uppgefin ástæða er kostnaður við innleiðingu á nýrri auðkenningaþjónustu.

„Innskráningarþjónustu island.is verður lokað þann 1. september 2024. Vegna kostnaðar við aðrar auðkenningarþjónustu verður að óbreyttu ekki boðið upp á innskráningu með rafrænum skilríkjum á Íslendingabók eftir þann tíma,“ segir í tilkynningunni. „Eftir sem áður verður hægt að skrá sig inn á Íslendingabók með notandanafni og lykilorði. Athugið þó að netfang ykkar sé rétt skráð til að tryggja endurheimt lykilorðs.“

Tómas Ingi Olrich, þáverandi menntamálaráðherra, opnaði formlega Íslendingabók árið 2003. En vefurinn er rekinn af Íslenskri erfðagreiningu og Friðriki Skúlasyni ehf. Þjónustan er ókeypis fyrir notendur og  ekki eru neinar auglýsingar á síðunni þannig að tekjur af henni eru engar.

Á síðasta ári var tilkynnt að eldri innskráningarþjónusta island.is myndi loka þann 1. september og verður island.is því einungis fyrir stofnanir hins opinbera. Var einkaaðilum bent á að leita til auðkenningarfyrirtækja eins og Auðkenni, Dokobit, Kenni, Origo, Signet, Taktikal og Vettvangs vilji þeir halda áfram að nota rafræn skilríki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“