fbpx
Fimmtudagur 22.ágúst 2024
Fréttir

Vendingar í máli starfsmanns Burger King sem fékk ömurlega gjöf á 27 ára starfsafmæli sínu 

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. ágúst 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli fyrr í sumar þegar DV sagði frá Bandaríkjamanninum Kevin Ford sem hafði unnið hjá Burger King í 27 ár. Ekki nóg með að Ford væri tryggur sínum vinnustað heldur hafði hann aldrei misst úr svo mikið sem einn dag vegna veikinda öll þessi ár.

Í tilefni af 27 ára starfsafmælinu fékk Ford gjöf frá HMS Host, fyrirtækinu sem sér um starfsmannamál Burger King. Ekki var um merkilega gjöf að ræða; Reese’s nammipoki, fjölnota kaffibolli frá Starbucks, tveir pennar, einn bíómiði og annað smálegt.

Svona þakkaði Burger King starfsmanni fyrir 27 ár í starfi

Myndband af Ford að opna gjafapokann vakti mikla athygli þegar það fór í dreifingu og í kjölfarið var brugðið á það ráð að hefja söfnun fyrir hann. Var það dóttir hans sem hafði veg og vanda að því og fannst henni heldur illa komið fram við föður sinn sem hafði sýnt skyndibitakeðjunni mikla tryggð og fært ýmsar fórnir í lífi sínu fyrir bæði fyrirtækið og dætur sínar.

Það er skemmst frá því að segja að það söfnuðust 470 þúsund dollarar fyrir hann, eða 64,5 milljónir króna.

Ford dró ekki fjöður yfir það að það væri gott að vinna hjá Burger King en ef til vill hefði fyrirtækið misst tengingu við starfsfólk sitt á síðustu árum. Áður hafi starfsmenn fengið ávísanir eða gjafakort á starfsafmælum og taldi hann að bíómiðinn væri slíkt kort.

„Ég var alveg: „Hey ég fékk loksins kortið mitt“ en svo sá ég að þetta var bíómiði og ekki einu sinni tveir miðar […] Það var eins og þeir gæfu mér bara dót sem þeir áttu nú þegar og settu saman í einn poka.“

New York Post greinir frá því í dag að líf Fords hafi tekið talsverðum breytingum eftir að fjallað var um mál hans fyrr í sumar. Nú hefur Ford ákveðið að hefja nýjan kafla í lífi sínu og ætlar hann að opna matarvagn ásamt dóttur sinni.

Hann keypti sér fullbúinn matarvagn frá Kína á 2,7 milljónir króna og er nú unnið að því að innrétta hann. Kveðst Ford ætla að bjóða upp á hamborgara og pylsur og þá vonast hann til þess að geta boðið upp á mat frá Filippseyjum, til að heiðra kærustu sína sem er þaðan. Dóttir hans er lærður kokkur og munu þau eflaust vekja athygli á götum Nevada.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínumenn eyðilögðu þrjár mikilvægar brýr í Rússlandi

Úkraínumenn eyðilögðu þrjár mikilvægar brýr í Rússlandi
Fréttir
Í gær

Máttu neita barni um skólaakstur

Máttu neita barni um skólaakstur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Braut framrúðu með slökkvitæki og stakk eigandann með hnífi

Braut framrúðu með slökkvitæki og stakk eigandann með hnífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þjóðverjar „loka ríkissjóði“ fyrir Úkraínu

Þjóðverjar „loka ríkissjóði“ fyrir Úkraínu