fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Þjórfjármenning að læðast aftan að okkur með ferðamannastraumnum – „Það fór ekkert á milli mála að það var ætlast til þess að þjórfé væri gefið“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 24. ágúst 2024 09:00

Ferðamannastraumurinn er byrjaður að breyta þjórfémenningunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem þjórfémenning sé að læðast aftan að Íslendingum með auknum ferðamannastraumi. Upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn segir að þjónustugjald sé þegar innifalið í reikningum en lítið þjórfé sé þó ávalt vel þegið.

Íslendingar hafa hingað til aðallega þekkt þjórfé þegar þeir eru á ferðalögum erlendis, til dæmis í suðurhluta Evrópu og í Bandaríkjunum þar sem þjórfé er til siðs. Ekki hefur verið til siðs að veita þjórfé hérlendis. En eftir að ferðamenn byrjuðu að koma hingað í stórum stíl hefur þetta hins vegar verið að breytast.

Til dæmis að þjórfébaukar séu farnir að sjást á veitingastöðum og tilkynnt sé í rútum að ætlast sé til þess að skilið sé eftir þjórfé fyrir bæði leiðsögumenn og rútubílstjóra. Einnig er starfsfólkið sem starfar í þessum störfum oft erlent og frá löndum þar sem þjórfé tíðkast.

Vel séð ef þú vilt sýna þakklæti

Ferðamenn sem hingað koma vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga og spyrja gjarnan ráða. Til dæmis hjá upplýsingaþjónustu fyrir ferðamenn eins og Guide to Iceland. DV leitaði þangað til að spyrja hvaða ráðleggingar eru gefnar varðandi þjórfé á Íslandi.

„Að gefa þjórfé er ekki venja á Íslandi þar sem þjónustugjald er yfirleitt innifalið í reikningum. Ef þú hefur fengið sérstaklega góða þjónustu og vilt sýna þakklæti fyrir það er minniháttar þjórfé vel þegið, en ekki er búist við því,“ segir ferðaráðgjafinn Roma hjá Guide to Iceland við fyrirspurn DV.

Búast við þjórfé í dollurum

Ferðamenn leita einnig á samfélagsmiðla til að spyrjast fyrir um þjórfé á Íslandi, einkum Bandaríkjamenn þar sem þjórfémenning er mjög ríkjandi þar í landi. Margir þeirra eru vanir og vilja greiða aukalega fyrir góða þjónustu en vilja jafn framt ekki stíga á lappirnar á Íslendingum sé þetta ekki okkar siður.

„Ég var á Íslandi í desember og ég gaf þjórfé eins og allir aðrir í ferðinni. Það fór ekkert á milli mála að það var ætlast til þess að þjórfé væri gefið,“ segir erlend kona. „Leiðsögumenn og rútubílstjórar búast við og hvetja til þjórfés og vilja helst hafa það í bandarískum dollurum.“

Umræðurnar á slíkum þráðum, sem koma oft upp til dæmis á Facebook eða Reddit, eru yfirleitt miklar og heitar. Skiptist fólk algerlega í tvo hópa. Sumir segja að þjórfé sé alls ekki til siðs á Íslandi á meðan aðrir segja að þjórfé sé vitaskuld vel þegið.

Haldi launum niðri og efli svarta hagkerfið

Þeir sem eru á móti nefna einkum að þjórfé haldi niður launum. Atvinnurekendur í veitingageiranum og ferðaþjónustu geti haldið launum sínum niðri ef þeir sjá fram á að starfsfólk geti brúað bilið með þjórfé.

Sjá einnig:

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?

Einnig er nefnt að þjórfé er oft gefið í erlendum gjaldeyri. Þetta sé ekki talið fram til skatts og sé þar af leiðandi ólöglegt athæfi. Þetta efli svarta hagkerfið.

Enginn slái hendi á móti þjórfé

Þeir sem tala fyrir þessu segja að þjórfé hafi alltaf verið vel þegið. Launin í ferðaþjónustu séu það lág að þetta komi sér mjög vel. Sumt starfsfólk beinlínis reiði sig á að fá þjórfé. Enginn slái hendinni á móti því að fá þjórfé og ferðamenn skilji þar af leiðandi meira fé eftir í landinu.

Einn Íslendingur nefnir að þjórfémenning sé að breytast á Íslandi. „Þegar ég var yngri þótti það hrein og klár móðgun að bjóða þjórfé á veitingastað. Það var eins og að segja: Þú hlýtur að fá mjög léleg laun fyrir að vinna á lélegum stað eins og þessum,“ segir hann. „Það sem hefur breyst er að margt fólk í veitinga og ferðamannageiranum eru frá löndum þar sem þjórfé er vel séð, þannig að þeim finnst ekki óþægilegt að taka við þjórfé eins og eldri Íslendingum finnst.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“