fbpx
Fimmtudagur 05.desember 2024
Fréttir

Magga Frikka auglýsir Fréttina til sölu – „Ég er náttúrulega frumkvöðull fyrst og fremst“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 22. ágúst 2024 10:30

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Friðriksdóttir, eigandi og ritstjóri Fréttin.is, segir að Fréttin sé til sölu en tekur fram að hún sé aðeins til sölu fyrir rétta aðila.

Margrét greindi frá tíðindunum í hlaðvarpsþættinum Norræn Karlmennska á Brotkast.

„Ég ætlaði mér aldrei að vera lengi í þessu starfi, samt er ég búin að ná að vera í þessu í þrjú ár og núna fer bara minn tími að vera kominn í þessu tilraunaverkefni, frumkvöðlaverkefni eins og ég kalla það. Ég er náttúrulega frumkvöðull fyrst og fremst, þannig ég ætla að tilkynna það hér og nú að Fréttin er til sölu fyrir rétta aðila. Vegna þess að Fréttin á alls ekki að snúast um mig, Margréti Friðriksdóttur. Hún á að standa fyrir lýðræðinu, tjáningarfrelsinu, sýna fleiri hliðar og bara eins og ég segi, standa með sannleikanum og vera aðhald fyrir aðra fjölmiðla, yfirvöld sem eru í þessu narratífi,“ segir hún í þættinum.

„Ég er að fara að mestu út úr Fréttinni og er að fara í annað verkefni sem er mjög spennandi og ég er bara mjög spennt fyrir og hlakka mikið til, sem er allt annað en fjölmiðlar.“

„Gífurleg lesning“

Margrét segir að það sé „klárlega markaður fyrir miðil eins og Fréttin í dag“ en það séu ákveðin hagsmunaöfl sem gera reksturinn erfiðan.

„Það er náttúrulega sko, það er rosalega, gífurleg lesning á Fréttinni og þess vegna er sorglegt að svona öfgahópur skuli ná að halda miðlinum niðri þegar kemur að fjármagni, með auglýsingar og svona, þegar að miðillinn er í rauninni vinsæll og er að hafa mikla lesningu og er búinn að valda mikilli vakningu. Og ég finn fyrir miklu þakklæti líka úti í samfélaginu. Það er svona góða í kringum þetta, það er þetta þakklæti og það er þessi vakning, til þess fór ég í þetta. Að reyna að vekja fólk upp úr svona rotinu, eins og þetta kallast,“ segir hún.

„Það væri í rauninni rosalega sorglegt ef að bara ég yrði að loka Fréttinni vegna þess að það eru hagsmunaöfl þarna úti sem eru að reyna að stöðva tjáningarfrelsi með öllum ráðum. En Fréttin sýnir, þetta skemmtilega verkefni, að það er klárlega markaður fyrir miðil eins og Fréttina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Staða Pútíns er að breytast – Erfið kynslóðaskipti fram undan

Staða Pútíns er að breytast – Erfið kynslóðaskipti fram undan
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir rússneska herinn vera eins og „hjólaskóflu“

Segir rússneska herinn vera eins og „hjólaskóflu“
Fréttir
Í gær

Viktoría handtekin og fjórir fílefldir lögreglumenn fylgdu henni úr landi – „Þetta er ein besta sál sem ég hef kynnst“

Viktoría handtekin og fjórir fílefldir lögreglumenn fylgdu henni úr landi – „Þetta er ein besta sál sem ég hef kynnst“
Fréttir
Í gær

Stjórnarmyndunarviðræður hefjast á morgun – „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra“

Stjórnarmyndunarviðræður hefjast á morgun – „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra“
Fréttir
Í gær

Jón Ingi fékk sex ára fangelsisdóm í Sólheimajökulsmálinu

Jón Ingi fékk sex ára fangelsisdóm í Sólheimajökulsmálinu
Fréttir
Í gær

Forseti Suður-Kóreu hefur lýst yfir herlögum

Forseti Suður-Kóreu hefur lýst yfir herlögum