fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Scott Peterson varpar fram kenningu um dauða eiginkonu sinnar

Pressan
Miðvikudaginn 21. ágúst 2024 18:00

Scott og Laci saman.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega tveimur áratugum eftir að Bandaríkjamaðurinn Scott Peterson var dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir morðið á eiginkonu sinni er hann aftur kominn í sviðsljósið. Í nýrri heimildarmynd sem ber heitið Face to Face with Scott Peterson varpar hann fram nýrri kenningu um málið.

Fá sakamál í Bandaríkjunum hafa vakið jafn mikla athygli og mál Peterson-hjónanna. Eiginkona hans, Laci, var komin átta mánuði á leið þegar hún hvarf skyndilega frá heimili þeirra í Modesto í Kaliforníu á aðfangadag 2002.

Kom að tómum kofanum

Scott hafði farið í veiði fyrir hvarfið og útskýrði hann fyrir lögreglu að Laci hafi ekki verið heima þegar hann sneri aftur. Þetta var ólíkt henni enda var hún heimakær og traust og þar að auki komin langt á leið með barn þeirra, dreng sem átti að fá nafnið Connor. Áður en hann hafði samband við lögreglu hringdi hann í móður Laci og spurði hvort hún væri þar en svo var ekki. „Hún er horfin,“ sagði Scott þá og vöktu þessi orð hans athygli þegar fram liðu stundir.

Scott í myndinni.

Lögregla skipulagði umfangsmikla leit að Laci sem ekki bar neinn árangur. Foreldrar Laci komu fram á blaðamannafundum á meðan Scott hélt sig til hlés. Þegar lögregla fór að skoða samband þeirra nánar kom ýmislegt misjafnt upp úr krafsinu. Scott hafði átt í nokkrum ástarsamböndum með öðrum konum eftir að hann og Laci gengu í hjónaband, það síðasta með nuddaranum Amber Frey. Eftir að Scott var ákærður sagði Amber fyrir dómi að hann hefði sagt henni, tveimur vikum fyrir hvarf Laci, að hann væri ekkill og komandi jól yrðu þau fyrstu án eiginkonunnar.

Fannst fjórum mánuðum síðar

Til að gera langa sögu stutta fannst líkið af Laci þann 13. apríl 2003 og var Scott handtekinn daginn eftir. Lögregla taldi að hann hefði verið reiðubúinn að leggja á flótta enda hafði hann aflitað á sér hárið, var með mikið reiðufé á sér, útilegubúnað, nokkra farsíma og slatta af stinningarlyfinu ViagraScott var dæmdur til dauða árið 2005 en árið 2020 felldi Hæstiréttur dauðadóminn úr gildi og var honum þess í stað gert að sæta ævilöngu fangelsi.

Scott hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og í hinni nýju heimildarmynd veitir hann sitt fyrsta sjónvarpsviðtal um málið. Í viðtalinu varpar hann fram þeirri kenningu að innbrotsþjófur hafi numið Laci á brott.

„Það var framið innbrot í húsinu hinum megin við götuna. Ég held að Laci hafi orðið vör við eitthvað, farið yfir götuna til að kanna málið og hún numin á brott,“ sagði hann. Hann gagnrýndi einnig vinnubrögð lögreglu í málinu og sagði hana hafa látið undir höfuð leggjast að láta verjendur hans fá mikilvæg sönnunargögn í málinu sem hefðu getað varpað ljósi á sakleysi hans.

Vitni lýsa dularfullum sendibíl

Í heimildarmyndinni kemur ýmislegt fram, meðal annars að vitni hafi séð grunsamlega bifreið í götunni um það leyti sem brotist var inn í húsið hinum megin við götuna. Þá hafi meira að segja annað vitni lýst því að hann hafi séð þegar óléttri konu var ýtt inn í lítinn sendibíl þennan örlagaríka aðfangadag. Þá er rætt við tvo fyrrverandi lögreglumenn í Modesto sem rannsökuðu málið á sínum tíma. Þeir segja að engar nýjar upplýsingar hafi komið fram sem geta sannað sakleysi Scotts.

Janey Peterson, mágkona Scott, trúir á sakleysi hans og telur að hann hafi verið ranglega sakfelldur fyrir morðið. Bent er á það í umfjöllun New York Post að Innocence Project, samtök sem taka að sér mál fanga sem taldir eru hafa verið dæmdir þrátt fyrir sakleysi, hafi tekið að sér mál Scotts í janúar síðastliðnum og berjist nú fyrir því að sanna sakleysi hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið