fbpx
Miðvikudagur 21.ágúst 2024
Fókus

Giftu sig á Skjálfanda – Brúðkaupsgestir höfðu ekki hugmynd um hvað stóð til

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 21. ágúst 2024 15:30

Brúðhjónin eiríkur og Malin ásamt gestum sínum. Mynd: Gentle Giants

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Guðmundsson eigandi hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants á Húsavík fékk fyrir nokkru fyrirspurn frá æskuvini sínum, fyrirspurn sem hann gat ekki neitað, að skipuleggja og framkvæma brúðkaup vinarins án þess að brúðkaupsgestirnir hefðu hugmynd um hvað til stæði. 

Hjónin eru Eiríkur Guðmundsson húsvíkingur og hin norska Malin Mortensen, en hjónin eru búsett í Asker í Noregi. 

„Þegar við tökum ađ okkur skipulagningu og framkvæmd brúðkaups í okkar einstöku náttúru – þá þarf ađ hafa plan A, B & C. Þannig er veðráttan okkar. Í gærmorgun fórum við í slíkt verkefni….í fyrra fallinu. Brottför kl. 07:00. Hópurinn frá Noregi að mestu. Brúðguminn og faðir hans Húsvíkingar. Brúðurin og gestirnir norskir. Þeir höfðu ekki minnstu hugmynd um hvađð til stóð. Rjómaveđur á Skjálfanda. Byrjað á 50 höfrunga veislu á leiðinni sem lá vestur að fjöllunum okkar, að Fiskiskeri og þaðan inn á Naustavíkina fallegu. Drepið á aðalvélum viđ fjöruna í dauðalogni. Athöfnin hófst öllum að óvörum en til mikillar gleði. Skálað í kampavíni undir ljúfum tónum. Hnúfubakur stöngin inn á heimleiðinni. Þar næst óvænt í Ostakarið. Baðstað okkar í klúbbnum. Hvar Guðni Braga læddist inn um miðbik og tók tvö lög á harmonikkuna fyrir brúðhjónin og þeirra vini. Svo var haldið í Tungulendingu í hádegisveislu hjá Hrólfi og Hauki međ aðstoð Hönnu Siggu. Mér skilst ađ þetta hafi tekist bærilega og við ítrekum hamingjuóskir okkar til brúđhjónanna; Eiríkur Guđmundsson & Malin Mortensen, sem og til fjölskyldna og vina. Afar ánægjulegt og krefjandi verkefni,“

segir Stefán í færslu á Facebook og birtir fjölda mynda með. 

Brúðhjónin Malin og Eiríkur með Stefán á milli sín.
Mynd: Gentle Giants
Gestirnir hafa ekki hugmynd um hvað stendur til.
Mynd: Gentle Giants
video
play-sharp-fill

„Ástin liggur í loftinu. Stundum fáum við beiðnir sem eru okkur afar hugleiknar. Fyrir viku síðan fengum við þá ánægju að fagna einni mikilvægri stund um borð, fyrirheiti um ást tveggja einstaklinga,“ segir á ensku á Facebook-síðu Gentle Giants.

„Þetta byrjaði allt sem venjuleg hvalaskoðunarferð þar sem herramaður frá Húsavík kom með ástvini sína frá Noregi til að sjá undur Skjálfandaflóa. 

Ekki mjög löngu eftir að túrinn hófst sást fyrsta vísbending um líf, skuggi af líkama í fjarska sem leiddi okkur inn í vinalegan hóp höfrunga. Þeir voru með okkur, syntu í kringum bátinn og fylgdu okkur til fjalla. Þetta var yndisleg stund! 

Svo komum við að lítilli vík sem er varin fyrir vindi og umkringd fallegum klettum, sem heitir Naustavík. 

Slökkt var á vélinni, allir dáðust að landslaginu og skipstjórinn gekk til hjónanna sem sátu framarlega. Allir aðrir gestir voru undrandi án þess að vita hvað var að gerast. Eftir augnablik var tilkynnt að við værum öll þarna til að fagna sameiningu tveggja sálna.  Orð um ást og virðingu voru sögð og við sáum tár á andliti allra. Sannarlega eftirminnileg upplifun fyrir alla viðstadda! Þegar við komum aftur til hafnar sáum við enn fallegan hnúfubak. Hin fullkomna leið til að klára þessa ótrúlegu ferð!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sjaldséð mynd: Madonna með öllum sex börnunum sínum

Sjaldséð mynd: Madonna með öllum sex börnunum sínum
Fókus
Í gær

Hefur fundið fyrir fordómum frá sálfræðingum á Íslandi vegna dáleiðslunnar

Hefur fundið fyrir fordómum frá sálfræðingum á Íslandi vegna dáleiðslunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekjudagar DV: Hlaðvarpsdrottningarnar hafa það misgott

Tekjudagar DV: Hlaðvarpsdrottningarnar hafa það misgott
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekjudagar DV: Spurningum um laun Gústa B loksins svarað

Tekjudagar DV: Spurningum um laun Gústa B loksins svarað
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jennifer Lopez brýnir klærnar í köldu stríði við eiginmanninn – „Þetta þýðir stríð“ 

Jennifer Lopez brýnir klærnar í köldu stríði við eiginmanninn – „Þetta þýðir stríð“ 
Fókus
Fyrir 6 dögum

Leikarinn biður dóttur sína að fyrirgefa sér – „Mér líður hryllilega og ég vil að þú vitir að ég tók engu sem þú sagðir persónulega“ 

Leikarinn biður dóttur sína að fyrirgefa sér – „Mér líður hryllilega og ég vil að þú vitir að ég tók engu sem þú sagðir persónulega“ 
Hide picture