fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Skólamál: Gagnrýni á nýtt námsmatskerfi af pólitískum toga

Eyjan
Miðvikudaginn 21. ágúst 2024 12:00

Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gagnrýni á nýtt námsmatskerfi í grunnskóla virðist upprunnin af pólitískum ástæðum og mögulega hefur ekki tekist sem skyldi að koma á framfæri til almennings í hverju breytingarnar felast. mestu máli skiptir hins vegar, á þessum tímapunkti, að kennarar eru samþykkir kerfisbreytingunni. Breyting á námsmatskerfinu er ekki spretthlaup heldur tekur tíma að sjá árangurinn. Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlýða á brot úr þættinum hér.

Hvenær á full virkni þessa kerfis að vera komin fram?

„Já, full virkni og svo árangur. Ég hef hugsað þetta og kannski ekki hugsað þetta nógu langt. Það sem ég hef mestar áhyggjur af núna er að það verður lagt fyrir PISA próf núna í desember og við erum ekki farin af stað, en niðurstöðurnar úr því PISA prófi munu koma eftir ár þannig að ég óttast að ég verði tekin af lífi þá,“ segir Þórdís Jóna og hlær dillandi hlátri.

Já, það verður áhugaverð umræða.

„Nákvæmlega. Þetta er svo fljótt að gerast. Við munum bara fylgjast með því og spyrja auðvitað bæði foreldra og kennara hvort þau séu að nýta sér þessar niðurstöður og kannski sjá hækkun á prófum yfir lengri tíma,“ segir Þórdís Jóna. Hún bendir á að heilu kerfi verði ekki snúið á punktinum, þetta sé ekki spretthlaup.

Ég heyri af okkar samtali að umræðan um þessa kerfisbreytingu, gagnrýnin sem hefur komið á bæði þína stofnun og ráðherra málaflokksins, þetta virðist vera byggt á umtalsverðum misskilningi.

„Já, það finnst okkur. Það má alltaf velta fyrir sér; hefðum við getað gert betur í að koma skilaboðunum á framfæri. Við höfum reynt eins og við getum að gera það. Mér finnst líka áhugavert að sjá hverjir stíga fram, hvaða fólk það er sem er að gagnrýna, og það verður nú að segjast eins og er að sá hópur kemur ekki alls staðar að í samfélaginu, við skulum orða það þannig.“

Nei, maður sér að þetta kemur úr vissum áttum.

Þórdís Jóna segir verkefnið komið í fullan gang, gagnagrunnurinn Frigg sé að fara í gang og matsferillinn tilbúinn og búið sé að forprófa hann, prufukeyrslan sé í fullum gangi. Hún segir líklegt að einhver pólitík sé að baki þeirrar gagnrýni og villandi umræðu sem sett hefur verið í gang um þessa kerfisbreytingu.

„Ég lít á sem mitt verkefni að vera til þjónustu og stuðnings við kennara. Það er mitt stóra verkefni af því að ég vil það besta fyrir barnið og ég veit alveg að ef ég ætla að ná til barnsins þá þarf ég að gera það í gegnum kennarann. Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir það að við virðumst hafa náð að koma okkar skilaboðum inn í þann hóp.“

Hún segir að á þessum tímapunkti skipti mestu máli að kennarar finni og skynji stuðning við sitt starf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka