fbpx
Miðvikudagur 21.ágúst 2024
433Sport

Nálgast endalok síns lífs og sendir frá sér hjartnæma kveðju – „Hugsið um ykkur og lifið lífinu“

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. ágúst 2024 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum knattspyrnuþjálfarinn Sven-Göran Eriksson sendi frá sér hjartnæma kveðju í heimildamynd á Amazon, en hann kveðst eiga skammt eftir af lífi sínu vegna krabbameins í brisi.

Í upphafi þessa árs tilkynnti þessi 76 ára gamli Svíi um veikindi sín og sagðist eiga ár eftir í besta falli. Um er að ræða fyrrum landsliðsþjálfara Englands, sem og liða eins og Manchester City, Roma, Lazio og Fiorentina.

Frá því Eriksson tilkynnti um veikindi sín hefur hann einmitt heimsótt marga af fyrrum heimavöllum sínum. Þá upplifði hann draum sinn um að stýra Liverpool-liði á Anfield í mars í leik þar sem goðsagnir félagsins mættu goðsögnum Ajax.

Sven-Göran Eriksson. Mynd/Getty

„Ég hef átt gott líf. Við erum öll hrædd við að hugsa til dagsins þar sem þetta klárast, þegar við deyjum. En lífið snýst líka um dauðann. Þú verður að samþykkja hann fyrir það sem hann er,“ segir Eriksson.

Eriksson vonast til að fólk hugsi hlýtt til sín eftir að hann er farinn en hvetur fólk til að njóta lífsins lifandi.

„Þegar þetta er búið segir fólk vonandi: „Hann var góður maður.“ Það munu ekki allir gera það en vonandi mun fólk muna eftir mér sem jákvæðum náunga sem gerði sitt besta.

Ekki líða illa, brosið. Takk fyrir allt, þjálfarar, leikmenn, stuðningsmenn. Þetta hefur verið frábært. Hugsið vel um ykkur og lifið lífinu. Bless.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Staðfesta loks komu Gallagher til spænsku höfuðborgarinnar

Staðfesta loks komu Gallagher til spænsku höfuðborgarinnar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum
U-beygja hjá Ten Hag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Felix líklega kynntur í dag

Felix líklega kynntur í dag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Færa leikinn vegna hins skelfilega slyss í gær

Færa leikinn vegna hins skelfilega slyss í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta er lið ársins í ensku úrvalsdeildinni – Enginn Palmer

Þetta er lið ársins í ensku úrvalsdeildinni – Enginn Palmer
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skilur ekki hugsun leikmanna: Eiga ekki að semja við þetta félag – ,,Af hverju myndirðu fara þangað?“

Skilur ekki hugsun leikmanna: Eiga ekki að semja við þetta félag – ,,Af hverju myndirðu fara þangað?“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Manchester United gerir ráð fyrir tilboðum frá Chelsea og Sádi-Arabíu

Manchester United gerir ráð fyrir tilboðum frá Chelsea og Sádi-Arabíu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skipta um fyrirliða á óvenjulegan hátt

Skipta um fyrirliða á óvenjulegan hátt
433Sport
Í gær

Tekjudagar DV: Nýr framkvæmdastjóri KSÍ þénaði vel í Kópavogi – Tveir aðrir með yfir milljón á mánuði

Tekjudagar DV: Nýr framkvæmdastjóri KSÍ þénaði vel í Kópavogi – Tveir aðrir með yfir milljón á mánuði
433Sport
Í gær

Færist nær Liverpool – Spilar ekki með liðinu fyrr en á næstu leiktíð

Færist nær Liverpool – Spilar ekki með liðinu fyrr en á næstu leiktíð