fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2024
Fréttir

Segir að þjófur gangi laus á Bylgjunni: „Hafi þeir skömm fyrir“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. ágúst 2024 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón M. Egilsson, einn reyndasti fjölmiðlamaður landsins, gagnrýnir Bylgjuna harðlega vegna fréttar sem flutt var í hádegisfréttum í dag.

Samstöðin birti í gær athyglisvert viðtal við Jódísi Skúladóttur sem vakið hefur mikla athygli. Jódís var gestur Björns Þorlákssonar í Rauða borðinu þar sem hún lýsti því að henni hafi ofboðið áfengisneyslan á Alþingi við þinglokin í sumar.

Í frétt Bylgjunnar var rætt við Birgi Ármannsson, forseta Alþingis, og hann inntur eftir viðbrögðum við ummælum Jódísar. Þess var þó hvergi getið hvar Jódís lét ummælin falla og það sárnar Sigurjóni sem sjálfur er þáttastjórnandi á Samstöðinni.

Hann tjáði sig um málið á Facebook og sagði að þjófur gangi laus á Bylgjunni.

„Í hádegisfréttum Bylgjunnar var fjallað um áfengisdrykkju þingmanna. Fréttamaðurinn vitnaði til orða Jódísar Skúladóttur sem sagði frá drykkjunni í fínu viðtali sem Björn Þorláksson á Samstöðinni stýrði. Skömm Bylgjunnar er algjör. Hvergi var Samstöðvarinnar getið og ekki heldur Björns. Fréttin á Bylgjunni var því subbuskapur og reyndar fréttaþjófnaður. Hafi þeir skömm fyrir,“ segir Sigurjón sem stýrði þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í mörg ár.

Björn Þorláksson þakkaði Sigurjóni fyrir að halda þessu til haga áður en hann deildi færslu hans og spurði: „Hvað segið þið? Eru vinir mínir á Bylgjunni með allt niður um sig?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hagkaup mátti njósna með eigin augum um ferðir verktaka á verkstað, en ekki vakta hann með öryggismyndavélum

Hagkaup mátti njósna með eigin augum um ferðir verktaka á verkstað, en ekki vakta hann með öryggismyndavélum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ásmundur vekur athygli á ótrúlegum árangri Elínborgar – „Er það ekk­ert mál fyr­ir litla þjóð að eign­ast heims­meist­ara?“

Ásmundur vekur athygli á ótrúlegum árangri Elínborgar – „Er það ekk­ert mál fyr­ir litla þjóð að eign­ast heims­meist­ara?“
Fréttir
Í gær

Tekjudagar DV: Þetta voru mánaðarlaun forsetaframbjóðenda – Tveir greiddu ekki skatt hérlendis

Tekjudagar DV: Þetta voru mánaðarlaun forsetaframbjóðenda – Tveir greiddu ekki skatt hérlendis
Fréttir
Í gær

Birgir ósáttur við að krossinn hafi verið fjarlægður – „Við erum krist­in þjóð og kross­inn er tákn kristninn­ar“

Birgir ósáttur við að krossinn hafi verið fjarlægður – „Við erum krist­in þjóð og kross­inn er tákn kristninn­ar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglurannsókn á lokastigi á sama tíma og Hagkaup boðar áfengissölu í Skeifunni

Lögreglurannsókn á lokastigi á sama tíma og Hagkaup boðar áfengissölu í Skeifunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Albana vera búna að taka yfir íslenska fíkniefnamarkaðinn – „Þessi heimur er að harðna og færast lengra út í myrkrið“

Segir Albana vera búna að taka yfir íslenska fíkniefnamarkaðinn – „Þessi heimur er að harðna og færast lengra út í myrkrið“