fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2024
Pressan

Hjónin vöknuðu klukkan fjögur og andartaki síðar var snekkjan farin í kaf

Pressan
Þriðjudaginn 20. ágúst 2024 13:24

Angelu tókst að koma sér frá borði. Mike og dóttir þeirra eru enn í flakinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Angela Bacares, eiginkona breska milljarðamæringsins Mike Lynch, bíður nú frétta af eiginmanni sínum og átján ára dóttur eftir að snekkja sem fjölskyldan var í sökk rétt fyrir utan Sikiley í gærmorgun. Einn hefur fundist látinn og sex er enn saknað.

Angela tjáði sig um atvikið í viðtali við ítalska fjölmiðilinn La Republicca í gærkvöldi þar sem hún rifjaði upp hvað gerðist þegar snekkjan sökk snemma í gærmorgun þegar allir voru enn í fastasvefni.

Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir en talið er víst að vatnsstrokkur af völdum hvirfilvinds hafi myndast og farið yfir snekkjuna með þeim afleiðingum að hún sökk. Snekkjan var með óvenju hátt mastur og var þar að auki við akkeri sem er talið hafa raskað jafnvægi hennar.

Angela segir að þau hjónin hafi vaknað klukkan fjögur í gærmorgun þegar snekkjan tók að halla skyndilega. Hún segir að þau hafi ekki verið mjög óttaslegin til að byrja með en hún engu að síður farið á fætur til að kanna málið frekar.

Í kjölfarið hafi frekari halli komið á snekkjuna með þeim afleiðingum að glös og annað lauslegt datt úr hillum. Örskömmu síðar var snekkjan farin á bólakaf og liggur hún nú á hafsbotni.

Angela var í hjólastól þegar rætt var við hana en hún skarst illa á fótum þegar hún reyndi að koma sér frá borði. Alls voru 22 um borð í snekkjunni og tókst 15 að koma sér um borð í björgunarbát.

Skipstjóri skipsins, James Calfield, sagði í gær að mastrið á snekkjunni hafi brotnað þegar vatnsstrokkurinn fór yfir snekkjuna og það hafi tekið hana skamman tíma að sökkva. „Við sáum þetta ekki fyrir,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mögnuð uppgötvun í Sádí-Arabíu

Mögnuð uppgötvun í Sádí-Arabíu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gleðitíðindi fyrir geimfara – Geta hætt að nota bleiu í geimgöngum og drukkið eigið þvag

Gleðitíðindi fyrir geimfara – Geta hætt að nota bleiu í geimgöngum og drukkið eigið þvag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Glugga- eða gangsæti? – Valið getur skipt máli fyrir heilsuna

Glugga- eða gangsæti? – Valið getur skipt máli fyrir heilsuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leit fornleifafræðinganna skilaði ótrúlegum árangri

Leit fornleifafræðinganna skilaði ótrúlegum árangri