Þeir hækkuðu flestir í launum á milli ára. Mánaðarlaun fyrirsætunnar og fyrrverandi knattspyrnumannsins Rúriks Gíslasonar hækkuðu um 250 þúsund krónur á milli ára. Árni Páll Árnason, eða Herra Hnetusmjör eins og hann er kallaður, hækkaði talsvert í launum á milli ára. Hann var með 753.185 kr. í mánaðarlaun að meðaltali árið 2022 en árið 2023 voru mánaðarlaun hans 937.120 kr.
Bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson voru þeir einu sem hækkuðu ekki á milli ára og eru báðir með í kringum hálfa milljón í laun. Aron Can hækkaði um 300 þúsund krónur á mánuði á milli ára.
Um er að ræða útsvar hvers og eins og eru mánaðarlaun reiknuð út frá því. Upphæðirnar þurfa því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi og til að mynda er sleppt skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Gögnin eru opinber fyrir fjölmiðla hjá Skattinum þessa dagana.
Strákasveitin lék einnig í samnefndum þáttum sem komu út í fyrra og slógu í gegn hjá aðdáendum sem bíða spenntir eftir næstu þáttaröð.
937.120 kr.
448.987 kr.
543.018 kr.
531.616 kr.
942.701 kr.
1.040.798 kr.
723.360 kr.
Það getur verið að drengirnir séu að þéna meira í gegnum fyrirtæki sín. Fyrirtæki Rúriks, RG19 Viðburðir ehf, malar svo sannarlega gull en samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2022 voru rekstrartekjur 79.476.750 kr.
Rekstrarhagnaður á árinu 2022 nam 36.875.094 kr. en rekstrarhagnaður á árinu 2021 nam 21.924.556 kr.
Sjá einnig: Fyrirtæki Rúriks malar gull – Tekjur jukust um 116 prósent á milli ára