fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2024
Fókus

Hefur fundið fyrir fordómum frá sálfræðingum á Íslandi vegna dáleiðslunnar

Fókus
Þriðjudaginn 20. ágúst 2024 08:01

Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðsend grein frá Alkastinu:

Nýjasti gestur Alkasts Þvottahússins er engin annar en Ingibergur Þorkelsson dáleiðandi og skólastjóri dáleiðsluskóla Íslands.

Ingibergur flutti til Edinborg um síðustu aldamót með konu sinni og fljótlega eftir hóf hann nám í dáleiðslu. Mörgum árum seinna flutti Ingibergur svo aftur til Íslands og þá staðráðin í að halda menntun sinni áfram sem og að kenna öðrum dáleiðslu. Í kjölfarið urðu námskeið og fluttir kennarar frá öllum heimshornum á sviði dáleiðslu sem hafa svo haft mikil áhrif á Ingiberg og hans nálgun í sínu starfi og nú í dag öllum þessum árum seinna hefur hann kennt dáleiðslu mörg hundruð manns. Af þeim einstaklingum sem lært hafa dáleiðslu hjá Dáleiðsluskóla Íslanda starfar um helmingur þeirra við dáleiðslu að einhverju leyti.

Í viðtalinu fór Ingiberg yfir hvernig dáleiðslukennsla virðist hefur horfið úr sálfræðideild Háskóla Íslands á síðastliðnum 20 árum. Og í því samhengi minnist Ingibergur á að það þyki frekar sérstakt hér á landi að svo sé því ef litið er á sálfræðideildar annars staðar í heiminum þá er dáleiðsla kennd af miklum dugnaði og nefnir hann í því samhengi í sálfræði deild Yale háskólans í New Haven í Bandaríkjunum.

Hann segist hafa verið var við vissa fordóma úr stétt sálfræðinga á Íslandi en vill þó meina að þeir hafi klárlega minnkað á síðustu árum og mæli hann það skýrt á hve margir sálfræðingar nemi dáleiðsluna í dáleiðsluskólanum. Auk sálfræðinga hafa félagsfræðingar, fjölskyldufræðingar, fjölskylduráðgjafar, hjúkrunarfræðingar, kennarar, ljósmæður og markþjálfar lært hjá honum dáleiðslu ýmist á grunnnámskeiðum sem og á framhaldsnámskeiðum.

Aðsend mynd.

Manneskjan byggð upp af mörgum þáttum

Gunnar hafði orð á því að einnig virðast sálfræðingar vera farnir að opna sig fyrir notkun á hinum ýmsu hugvíkkandi efnum eins og MDMA og Psilocybin og með því má einnig lesa skýr merki um vissa hugvíkkun sálfræðinga á nálgun undirvitundarinnar með leiðum sem ekki eru kenndar í Háskóla Íslands.

Ingibergur talaði um hvernig manneskjan er byggð upp af mörgum þáttum sem allir gegna sínu hlutverki. Sumir þættir eru hamlandi í lífi okkar og takmarka okkur á meðan aðrir nýtast okkur í leik og starfi. Dáleiðslan hjálpar okkur að sjá hverjir þessir þættir eru og að öðlast meðvitund um samhengi vitundarinnar og með því öðlast betri stjórn á lífi okkar sem og að vinna í áföllum sem hafa mótað okkur. Barn sem lærir að fela sig, draga sig inn skel og láta lítið á sér bera til að forðast ofbeldi eða önnur óþægindi þróar með sér þætti sem svo hamlar honum einfaldlega þegar komið er á fullorðinsárin. Þessir þættir eru okkur flestum ómeðvitaðir þar til við fáum hjálp til að komast í ástand þar sem hægt er að ávarpa þá. Þegar þar er komið getum við með hjálp þess skapandi afls sem Ingibergur kallar Centrum eða sálin okkar endurforritað vitundina og gert hana skilvirkari og sjálfbærari og fyrir vikið öðlumst við styrk og vöxt úr þjáningu og stjórnleysi.

Geymast minningarnar?

Talið barst að minningum og í því samhengi minntist Gunnar á rithöfundinn og vísindamanninn Rupert Sheldrake sem vill meina að engar sannanir séu fyrir því að minningar séu geymdar í formi efnisleifa í heilum fólks. Rupert vill meina minningar séu í raun geymdar í rýminu bæði sem einstaklings minningar sem og sem eins konar kollektívar minningar allra þeirra sem lifa og hafa lifað. Hann vill meina að heilinn sé meira eins og stjórntæki eða stýrikerfi sem svo nær í minningar eftir því hvað manneskjan ýmist kallar á eða upplifir. Ingiberg sagði þetta hljóma mjög rökrétt því að í raun vitum við ekki mikið um hvernig heilinn raunverulega virkar.

Ingibergur segir að með hjálp dáleiðslu getum við bæði náð í minningar og þær tilfinningar sem þeim fylgja og með hjálp Centrum eða sálarinnar losað okkur við þau óþægindi og angist sem svo oft fylgja tilfinningum erfiðra minninga.

Þetta magnaða viðtal við Ingiberg má heyra og sjá hér á spilaranum fyrir neðan en einnig má heyra öll viðtöl Alkastis Þvottahússins á öllum streymisveitum eins og Spotify og auðvelt er að merkja við follow eða subscribe og fær maður þá tilkynningar í hvert skipti sem nýtt viðtal kemur út.

Þeir eða þau sem vilja kynna sér möguleika dáleiðslunnar sem úrræði úr kvíða, þunglyndi, fíkn og almennu stjórnleysi getað skoðað möguleikana á https://daleidsla.is/um og https://kvidalaus.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vefur lyga til að reyna að hafa Presley fjölskylduna að féþúfu afhjúpaður – Sú seka á yfir höfði sér 20 ár í fangelsi

Vefur lyga til að reyna að hafa Presley fjölskylduna að féþúfu afhjúpaður – Sú seka á yfir höfði sér 20 ár í fangelsi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Telja Hollywood-stjörnuna Blake Lively á barmi slaufunar

Telja Hollywood-stjörnuna Blake Lively á barmi slaufunar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hefur ekki talað við fyrrum vin sinn, Davíð Oddsson, um langt skeið – „Ég held að hann hafi farið í fýlu út í mig af því að ég var ekki sammála honum“

Hefur ekki talað við fyrrum vin sinn, Davíð Oddsson, um langt skeið – „Ég held að hann hafi farið í fýlu út í mig af því að ég var ekki sammála honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sóldís Vala er Ungfrú Ísland 2024

Sóldís Vala er Ungfrú Ísland 2024
Fókus
Fyrir 5 dögum

George Clooney trompaðist á setti – „Ég ætlaði að drepa hann, drepa hann“

George Clooney trompaðist á setti – „Ég ætlaði að drepa hann, drepa hann“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Love Island-par hætt saman – „Mér hefði aldrei dottið í hug að saga okkar myndi enda, sérstaklega með þessum hætti“

Love Island-par hætt saman – „Mér hefði aldrei dottið í hug að saga okkar myndi enda, sérstaklega með þessum hætti“