fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2024
Fókus

Tekjudagar DV: Trommarinn í Dimmu með margfaldar tekjur annarra meðlima

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 19. ágúst 2024 14:11

Rokksveitin rómaða Dimma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega er hvergi meiri launamunur innan nokkurrar hljómsveitar og hjá Dimmu, rokksveitinni rómuðu. Samkvæmt álagningarskrá Ríkisskattstjóra var trommarinn með ríflega þrefaldar mánaðartekjur alla hinna meðlima til samans.

Ekki má líta á það svo að tekjum af plötusölu og tónleikahaldi sé svona misskipt hjá Dimmu, sem var stofnuð árið 2004. En sveitin hefur gefið út sex stúdíóplötur og tvær tónleikaplötur.

Skýringuna er vitaskuld að finna í að trommarinn, Birgir Jónsson, stýrði flugfélaginu Play á síðasta ári. Var hann með 3.823.444 krónur í mánaðartekjur samkvæmt álagningarskrá. Birgir hætti í hljómsveitinni árið 2018 en gekk aftur til liðs við hana í mars síðastliðnum.

Næst launahæsti Dimmu-meðlimurinn í fyrra var Silli Geirdal, bassaleikari, með 601.614 krónur í mánaðarlaun. Þá kom bróðir hans gítarleikarinn Ingólfur Geirdal með 455.152 krónur og að lokum söngvarinn Stefán Jakobsson með 206.357 krónur í mánaðartekjur. Samanlagðar tekjur þeirra þriggja voru því 1.263.123 krónur, eða innan við þriðjungur af tekjum Birgis.

Þessar tölur frá Ríkisskattstjóra tæta svo sannarlega í sundur þá mýtu að söngvarar og gítarleikarar fái mestu frægðina, framann og ríkidæmið í rokkinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Leikarinn biður dóttur sína að fyrirgefa sér – „Mér líður hryllilega og ég vil að þú vitir að ég tók engu sem þú sagðir persónulega“ 

Leikarinn biður dóttur sína að fyrirgefa sér – „Mér líður hryllilega og ég vil að þú vitir að ég tók engu sem þú sagðir persónulega“ 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur ekki talað við fyrrum vin sinn, Davíð Oddsson, um langt skeið – „Ég held að hann hafi farið í fýlu út í mig af því að ég var ekki sammála honum“

Hefur ekki talað við fyrrum vin sinn, Davíð Oddsson, um langt skeið – „Ég held að hann hafi farið í fýlu út í mig af því að ég var ekki sammála honum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sóldís Vala er Ungfrú Ísland 2024

Sóldís Vala er Ungfrú Ísland 2024
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svona geturðu séð hvort að kærastinn þinn sé að skoða aðrar konur á Instagram

Svona geturðu séð hvort að kærastinn þinn sé að skoða aðrar konur á Instagram
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svona varð brúðkaupsterta Páll Óskars í Gleðigöngunni til

Svona varð brúðkaupsterta Páll Óskars í Gleðigöngunni til
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jói Fel trúlofaði sig á Miami – „Allt eins og það á að vera“

Jói Fel trúlofaði sig á Miami – „Allt eins og það á að vera“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Halla myndi velja fiskibollur í brúnni sem eilífðarmat, leiðist þrif og hreyfingin er Akkilesarhæll

Halla myndi velja fiskibollur í brúnni sem eilífðarmat, leiðist þrif og hreyfingin er Akkilesarhæll