fbpx
Sunnudagur 25.ágúst 2024
Pressan

Borg hinna stolnu síma: Púsla saman nýjum iPhone og selja fyrir klink

Pressan
Laugardaginn 24. ágúst 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hverju ári er gríðarlegu magni af farsímum stolið um allan heim og velta ýmsir fyrir sér hvað verður um tækin sem oftar en ekki kosta fúlgur fjár.

Daily Mail hefur nú varpað ljósi á gríðarlega umfangsmikla starfsemi í undirheimum kínversku borgarinnar Shenzhen þar sem stolnir símar eru seldir, ýmist heilir eða í varahluti.

Borgin Shenzhen hefur stundum verið kölluð „hinn kínverski kísildalur“ vegna þess að þar eru snjallsímar og önnur raftæki framleidd á færibandi. En í borginni viðgengst einnig umfangsmikill svartur markaður þar sem sýslað er með stolin símtæki í gríðarlegu magni.

Í umfjöllun Mail Online kemur fram að stolnir símar hafi í mjög mörgum tilfellum verið raktir til tiltekins svæðis í Shenzhen.

Sukru Haskan sagði Mail Online til dæmis frá því í sumar að hann hafi verið á gangi um götur Lundúna í lok júlí þegar maður á rafskútu kom upp að honum og hrifsaði af honum iPhone 14-síma sem hann var með í höndunum. „Ég er í þokkalegu formi en það var ekki möguleiki fyrir mig að hlaupa hann uppi,“ sagði hann.

Sukru reyndi að rekja ferðir símans með hjálp Find My iPhone en innan fárra daga var síminn kominn til Shenzhen. Grunur leikur á að skipulögð glæpasamtök stundi þessa þjófnaði grimmt og segir Thomas Balogun, sérfræðingur í upplýsingatækni og öryggismálum, við Daily Mail að glæpahópar einblíni oftar en ekki á fjölfarna ferðamannastaði eins og útihátíðir og tónleika.

Í Shenzhen er að finna fjölmarga markaði með notuð raftæki og er þar til dæmis að finna einn stærsta markað heims á því sviði. Balogun hefur kynnt sér þessa starfsemi vel og segir hann að símar sem ekki seljast séu teknir í sundur og notaðir í varahluti.

Fólk sem kemur á þessa markaði í leit að tilteknum símtækjum þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur þó þeir séu ekki til. Hægt sé að setja saman síma úr varahlutum á nokkrum klukkustundum og kostar það viðkomandi brot af því sem það kostar að kaupa nýtt tæki. Eru símarnir einkum seldir heimamönnum og er talið sjaldgæft að þeir rati aftur til Evrópu, eða þaðan sem þeir komu upphaflega.

Sukru Haskan sagði í viðtalinu við Mail Online að hann viti vel að þjófar koma sér alls staðar fyrir. Hann er þó ekki ánægður með hversu lítið virðist vera gert til að stöðva þessa þrjóta.

„Fólk stelur hlutum, ég skil það, en það eru þúsundir stolinna símtækja sem enda í Kína og enginn gerir neitt í því. Þetta er orðið að risastórum bissness. Lögreglan lokaði mínu máli vegna þess að það fannst enginn gerandi en málið er að þetta er orðið að risastóru alþjóðlegu vandamáli.“

Í umfjöllun Mail Online kemur fram að þjófnaðir á alls 91 þúsund farsímum hafi verið tilkynntir til Lundúnalögreglunnar allt árið 2022. Innan við tvö þúsund símar komust aftur í réttar hendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ótrúleg mistök á sjúkrahúsi – Unga konan var dáin allan tímann

Ótrúleg mistök á sjúkrahúsi – Unga konan var dáin allan tímann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Var í göngutúr þegar ungmennin réðust á hann – „Ég vil ekki búa hér lengur“

Var í göngutúr þegar ungmennin réðust á hann – „Ég vil ekki búa hér lengur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðirin dæmd í lífstíðarfangelsi eftir ólýsanlegan harmleik

Móðirin dæmd í lífstíðarfangelsi eftir ólýsanlegan harmleik
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að Bill Gates sé grjótharður yfirmaður

Segja að Bill Gates sé grjótharður yfirmaður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Illræmdur glæpaforingi grunaður um 23 morð

Illræmdur glæpaforingi grunaður um 23 morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Handklæðamafían setti nýtt met – „Fáviti“

Handklæðamafían setti nýtt met – „Fáviti“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum starfsmaður furðar sig á því hvað varð til þess að snekkjan sökk – Þetta er fólkið sem er saknað

Fyrrum starfsmaður furðar sig á því hvað varð til þess að snekkjan sökk – Þetta er fólkið sem er saknað
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fimm barna móðir bitin til bana af hundinum sínum

Fimm barna móðir bitin til bana af hundinum sínum