Vanda Sigurgeirsdóttir þénaði hátt í 1,4 milljónir króna í starfi formanns KSÍ á síðasta ári. Þetta kemur fram í álagningarskrám Ríkisskattstjóra, sem opnaðar voru í morgun.
Vanda gegndi stöðu formanns þar til í febrúar á þessu ári. Þá tók Þorvaldur Örlygsson við stöðunni, en hann var í starfi hjá Stjörnunni á síðasta ári. Þorvaldur þénaði tæpar 800 þúsund krónur á síðasta ári.
Klara Bjartmarz, sem hætti sem framkvæmdastjóri KSÍ í byrjun árs, þénaði ögn meira en Vanda í fyrra. Eysteinn Pétur Lárusson tekur við stöðu framkvæmdastjóra í haust en þangað til gegnir Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnumála, því starfi.
Nafn – Staða – Laun
Vanda Sigurgeirsdóttir – fyrrv. formaður – 1,364,545
Þorvaldur Örlygsson – formaður – 797,818
Klara Bjartmarz – fyrrv. framkvæmdastjóri – 1,374,825
Jörundur Áki Sveinsson – Yfirmaður knattspyrnumála – 1,123,850