fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Hagkaup mátti njósna með eigin augum um ferðir verktaka á verkstað, en ekki vakta hann með öryggismyndavélum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. ágúst 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagkaup mátti vakta ferðir verktaka og skrá niður mætingu hans á verkstað, enda hafði verslunin lögvarða hagsmuni af því að fylgjast með verkinu. Hins vegar gilti ekki það sama um eftirlitsmyndavélakerfi verslunarinnar en Hagkaup mátti ekki nota þær upptökur í öðrum tilgangi en þeirra var aflað fyrir og ekki án þess að fræða verktakann um vöktunina og hvernig hún gæti verið notuð. Þetta kemur fram í úrlausn Persónuverndar frá því 12. júlí á þessu ári en var aðeins nýlega birt á vefsíðu stofnunarinnar.

Verktaki hafði leitað til Persónuverndar eftir að upptökur úr eftirlitsmyndavélakerfi Hagkaupa voru skoðaðar og notaðar í tengslum við ágreining milli verslunarinnar og verktakans um greiðslur fyrir unnuð verk. Verktakinn kvartaði eins yfir því að verslunarstjóri Hagkaupa hefði skráð hjá sér komu- og brottfaratíma verktakans á verkstað.

Verktakinn bygði á því að Haguk hafi viðhaft vöktun og rafræna vöktun með honum á meðan hann var að störfum. Þessi rafræna vöktun hafi farið fram með leynd og hafði verktakinn ekki verið upplýstur um vöktunina eða að hún yrði viðhöfð gagnvart störfum hans.

Hagkaup rakti að eftir árangurslausar tilraunir til að ná sáttum við verktakann út af reikningum sem hann hafði gefið út, þá hafi verslunin gripið á það ráð að senda honum yfirlit yfir misræmi milli útgefinna reikninga og gagna um raunverulega verktöku. Hann hafi haldið fram röngum upplýsingum og hótað innheimtumáli og því hafi Hagkaup ákveði að sannreyna tímaskra´ningu hans með því að skoða tilvikabundið dæmi úr því og bera saman við upptökur úr eftirlitsmyndavél. Var verktakanum tilkynnt um að skoðun þessi stæði til. Þessi vinnsla hafi verið nauðsynleg til að gæta lögmætra hagsmuna fyrirtækisins í deilunum við verktakann.

Persónuvernd rakti að Hagkaup hefði átt lögmæta hagsmuni af því að skrá hjá sér komu- og brottfaratíma verktakans á verkstað þar sem samið hafði verið um tímavinnu. Skráning verslunarstjóra hafi því verið lögmæt og málefnaleg.

Hvað rafræn vöktunina varðar þá verði hún líka að fara fram í málefnalegum tilgangi og aðeins na´til svæða þar sem hennar er sérstaklega þörf. Tilgangur Hagkaupa með rafrænni vöktun var öryggis- og eignavörsluskyn. Þar með hafði Hagkaup notað upptökurnar af verktakanum í öðrum tilgangi en vöktuninni var ætlað. Merkingar um rafræna vöktun hafi líka ekki verið fullnægjandi enda vantaði þar  upplýsingar um ábyrgðaraðila, tilgang vöktunar og lagagrundvöll. Eins hafi Hagkaup ekki upplýst verktakann um rafrænu vöktunina eða fengið fræðslu um hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu