fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2024
Fréttir

Tekjudagar DV: Atvinnulíf bæjarins í rúst en bæjarstjórinn með hæstu tekjurnar á landinu

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 19. ágúst 2024 18:00

Það er ekki ónýtt að vera á bæjarstjóralaunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri Akraness og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var tekjuhæsti bæjarstjóri landsins í fyrra. Hann hafði mánaðartekjur upp á 2.769.370 krónur samkvæmt álagningarskrá Ríkisskattstjóra.

Þetta kann að koma á óvart. Ekki aðeins í ljósi þess að á Akranesi búa um 7 þúsund manns. Heldur einnig af því að fátt annað en áföll hafa einkennt efnahag bæjarfélagsins undanfarin ár. Í sumar fór einn stærsti vinnustaður bæjarins, Skaginn 3x, á hausinn.

Fleiri stórfyrirtæki, svo sem Ísfiskur, hafa orðið gjaldþrota á undanförnum árum, fiskvinnslan og útgerðin er farin og önnur fyrirtæki, svo sem N1 hafa sagt upp fjölda fólks á staðnum. Þá hefur ekkert gengið að byggja upp hótel eða aðra ferðamannaþjónustu á Akranesi.

Rósa með myljandi tekjur

Í öðru sæti á eftir Haraldi er Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Hún hafði 2.740.720 krónur í mánaðarlaun í fyrra og var jafn framt launahæsti bæjarstjórinn á höfuðborgarsvæðinu, þrátt fyrir að stýra aðeins því þriðja fjölmennasta. Samkvæmt samkomulagi mun Rósa víkja úr stólnum seinna á kjörtímabilinu fyrir Valdimari Víðissyni, oddvita Framsóknarflokksins.

Í þriðja sæti er annar landsbyggðarbæjarstjóri, Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Hún var með 2.703.139 krónur á mánuði í fyrra.

Þór launalægstur á höfuðborgarsvæðinu

Dagur B. Eggertsson, þáverandi borgarstjóri Reykjavíkur, var aðeins í fjórða sæti með 2.501.857 krónur á mánuði þrátt fyrir að stýra langfjölmennasta sveitarfélagi landsins. Hann þarf hins vegar ekki að örvænta því eins og fjallað hefur verið um í sumar fær hann tæpar 20 milljónir króna í orlof og biðlaun. Einar Þorsteinsson, núverandi borgarstjóri, var með 1.714.600 krónur í fyrra, en þá var hann formaður borgarráðs.

Sjá einnig:

Tekjudagar DV:Þetta voru mánaðarlaun forsetaframbjóðenda – Tveir greiddu ekki skatt hérlendis

Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, var með 2.438.960 krónur á mánuði í fyrra, Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, með 2.389.956 krónur og Regína Ásvaldsdóttir í Mosfellsbæ með 2,147.912.

Launalægsti bæjarstjórinn á höfuðborgarsvæðinu var Þór Sigurgeirsson á Seltjarnarnesi, með 1.914.003 krónur á mánuði.

Fannar á meðal tekjuhæstu

Ef við lítum til landsbyggðarinnar þá var Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, með 2.426.558 krónur á mánuði í fyrra. En hann hefur verið bæjarstjóri í tíu ár.

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, var með mánaðartekjur upp á 2.295.499 krónur í fyrra og miðað við raunir Grindavíkur var hann líklega sá bæjarstjóri sem vann hvað dyggilegast fyrir sínum launum. En hann var valinn maður ársins hjá bæði fréttastofu RÚV og Sýnar.

Nokkrir aðrir bæjarstjórar komast yfir 2 milljóna múrinn. Meðal annars Sigríður Ingvarsdóttir í Fjallabyggð með 2.091.220 krónur, Íris Róbertsdóttir í Vestmannaeyjum með 2.082.476 og Elliði Vignisson í Ölfusi með 2.062.600.

Flúðir borga betur en Selfoss

Athygli vekur að Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps, var með hærri tekjur en Fjóla Kristinsdóttir, þáverandi bæjarstjóri Árborgar. Aldís var með 1.770.299 krónur en Fjóla 1.759.337. Um 11.500 manns búa í Árborg en 865 í Hrunamannahreppi.

Sjá einnig:

Tekjudagar DV:Fyrirtækin borga miklu meira fyrir hagsmunagæslu en verkalýðshreyfingin

Einnig má nefna að Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson bæjarstjóri Stykkishólms var með 1.970.661 krónur á mánuði í fyrra, Arna Lára Jónsdóttir í Ísafirði með 1.959.836, Geir Sveinsson þáverandi bæjarstjóri Hveragerðis með 1.728.919, Björn Ingimarsson í Múlaþingi með 1.695.386, Sigfús Ingi Sigfússon í Skagafirði með 1.650.529, Katrín Sigurjónsdóttir í Norðurþingi með 1.524.843 og Sigurjón Andrésson á Hornafirði með 1.448.282 krónur á mánuði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vísir braut siðareglur með myndbirtingu

Vísir braut siðareglur með myndbirtingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sorglegt að maður hafi þurft að fá svona högg til að átta sig á því hvað það er sem skiptir mig máli í lífinu“

„Sorglegt að maður hafi þurft að fá svona högg til að átta sig á því hvað það er sem skiptir mig máli í lífinu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögregla hunsar fyrirmæli Umboðsmanns Alþingis – Ber skylda til að afhenda föður sjálfsvígsbréf sonar hans

Lögregla hunsar fyrirmæli Umboðsmanns Alþingis – Ber skylda til að afhenda föður sjálfsvígsbréf sonar hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar tölur – Hafa ekki verið svona háar í 20 mánuði

Óhugnanlegar tölur – Hafa ekki verið svona háar í 20 mánuði