fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2024
Pressan

Trump saknar Biden og heldur áfram að velta fyrir sér útliti Harris – „Ég er miklu myndarlegri en hún“

Pressan
Mánudaginn 19. ágúst 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump er mjög upptekinn af mótframbjóðanda sínum, Kamala Harris, þessa daganna. Trump lætur sér ekki nægja að bera sín stefnumál saman við hennar heldur þarf hann eins að bera saman útlit þeirra.

Áður hafði Trump, í viðtali sínu við Elon Musk, talað um forsíðu Time tímaritsins. Þar mátti sjá teiknaða mynd af Kamala Harris, en hún hafði hafnað viðtali við miðilinn. Trump sagði Harris svo fallega á forsíðunni að hún minnti á fegurstu leikkonur og jafnvel eiginkonu Trump, Melania.

Líklega hefur Trump í kjölfarið verið bent á að líklega sé lítil kænska í að fara mörgum orðum um fegurð mótframbjóðandans því um helgina ákvað Trump að skýra betur út ummæli sín. Að þessu sinni fjallaði hann um að það væri teiknarinn sem teiknaði forsíðuna sem væri ótrúlega hæfileikaríkur. Teiknarinn hefði töfrað fram mynd af Harris þar sem hún minnti á fegurstu leikkonurnar, en Trump tók þó skýrt fram að í eigin persónu sé Harris ekki svona fögur.

„Ég er miklu myndarlegri en hún. Ég er fallegri manneskja en Kamala,“ sagði hann á kosningafund í Pennsylvania um helgina.

Trump kvartaði svo undan því að fjölmiðlar kalli langar ræður hans á kosningafundum samhengislítið röfl.

„Þau segja að ég röfli. Ég röfla ekki. Ég er mjög klár gaur,“ sagði Trump. Hann furðaði sig líka á því að Joe Biden hafði dregið framboð sitt til baka. Það þrátt fyrir að Trump hafi sjálfur varið mánuðum í að mála upp þá mynd að Biden væri ekki hæfur til að gegna embætti. Nú þegar Biden hefur dregið sig í hlé virðist Trump þó sakna hans sárt.

„Hvað varð um Biden? Ég var að bjóða mig fram gegn Biden og nú er ég að bjóða mig fram gegn einhverjum öðrum. Ég spyr hverjum ég sé að bjóða mig fram gegn og svarið er Harris. Ég spyr þá: hver í fjandanum er Harris?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gleðitíðindi fyrir geimfara – Geta hætt að nota bleiu í geimgöngum og drukkið eigið þvag

Gleðitíðindi fyrir geimfara – Geta hætt að nota bleiu í geimgöngum og drukkið eigið þvag
Pressan
Í gær

Stakk unnustann til bana – Það sem hún gerði síðan skelfdi alla

Stakk unnustann til bana – Það sem hún gerði síðan skelfdi alla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt neðanjarðarmannvirki vekur undrun

Dularfullt neðanjarðarmannvirki vekur undrun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Glugga- eða gangsæti? – Valið getur skipt máli fyrir heilsuna

Glugga- eða gangsæti? – Valið getur skipt máli fyrir heilsuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sat saklaus í fangelsi í 17 ár – Krafinn um 18 milljónir fyrir „fæði og húsnæði“

Sat saklaus í fangelsi í 17 ár – Krafinn um 18 milljónir fyrir „fæði og húsnæði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dómari lét færa nemanda í fangabúning og járn eftir að hún sofnaði í vettvangsferð – „Það voru stælarnir í henni og framkoman sem fóru í mig“

Dómari lét færa nemanda í fangabúning og járn eftir að hún sofnaði í vettvangsferð – „Það voru stælarnir í henni og framkoman sem fóru í mig“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýjar reglur hjá Vottum Jehóva – Leitið að þeim útskúfuðu

Nýjar reglur hjá Vottum Jehóva – Leitið að þeim útskúfuðu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íraska ríkisstjórnin hyggst leyfa körlum að kvænast stúlkum allt niður í 9 ára aldur

Íraska ríkisstjórnin hyggst leyfa körlum að kvænast stúlkum allt niður í 9 ára aldur